Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 109
vagnarnir voru þó enn liafðir í ferðum kringum
1920, en hvort þeir hafa tekið farþega svo lengi er
ekki jafn ljóst; hitt er aftur á móti víst að bifreiS-
arnar útrýmdu þeim.
Þegar bifreiðar fóru að flytjast hingað til lands
eftir 1912, urðu þær bráðlega aðalfarartæki lands-
manna, og tóku margar bifreiðastöðvar og bifreiða-
eigendur það upp að halda uppi reglubundnum
áætlunarferðum á ákveðnum leiðum. Enda þótt þetta
í sjálfu sér væri til mikils hægðarauka, var hvert
þessara fyrirtækja að bauka út af fyrir sig og i
óhentugri samkeppni, svo að þetta fór að mörgu
leyti i handaskolum og kom ekki að þeim notum,
sem mátt hefði verða. Fyrir því voru á Alþingi 193ö
sett lög um skipulagningu fólksflutninga með bif-
reiðum, en þeim lögum var nokkuð breytt 1936.
Samkvæmt þeim má enginn reka fastar áætlunar-
ferðir til fólksflutninga um landiö, nema hann hafi
til sérleyfi rikisstjórnarinnar, en allir leyfishafar og
sérleyfisferðir þeirra eru undir eftirliti póstmála-
stjóra, og er með þessu búið að koma góðri reghi
og föstu, skynsamlegu fyrirkomulagi á reglubundna
fólksflutninga um landið. Eru nú reknar slíkar
ferðir á 82 leiðum um land allt.
Ef litið er yfir vegamál íslands frá því að lantl
byggðist og fram á þennan dag, má ef til vill segja.
að litið hafi áunnizt á svo löngum tíma, en þá má
ekki gleyma því, að um allmargar aldir voru íslend-
ingar ekki húsbændur á sínu eigin heimili. En sé
aðeins litið á tímabilið frá því að íslendingar fengu
fjárforræði, má með sanni gera það kinnroðalaust,
því fáar þjóðir hafa á því tímabili, miðað við fólks-
fjölda sinn, lagt eins drjúgt til vegamála og þeir hafa
gert, jafnhliða stórvirkjum, sem þeir hafa afkastað
á ótal öðrum sviðum. Guðbr. Jónsson.
(107)