Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 120
hjá karlmönnunum, og aö við ættum því að segja
af okkur og fá konur til þess að stjórna.
Gott og vel, svo ég tali sem karlmaður, þá tek ég
eindregið í sama streng. Ég er orðinn þreyttur á því
að stjórna heiminum, og mundi með glöðu geði af-
sala mér þeim völdum í hendur hvaða manns, sem
væri svo grunnhygginn að vera ginkeyptur fyrir
þeim. Ég er viss um það, að allir heilbrigðir menn
eru sama sinnis og ég. Ég hef ekkert við það að at-
huga, að frumbyggjum Tasmaníu sé fenginn sá starfi,
ef þeim leikur hugur á honum. En mér segir hugur
um, að svo sé ekki.
Þvi hefur verið haldið fram, að við karlmennirnir
sköpum sjálfum okkur og heiminum örlög, og að
beztu stöður heimsins hafi verið skipaðar karl-
mönnum, svo sem stjórnarembætti, borgarstjóra-
stöður, dómarasæti, forstjórn leikhúsa og smjörlíkis-
gerða og þar fram eftir götunum. Svo að vitnað sé í
ummæli háskólakennara eins í sálarfræði, þá er hin
raunverulega verkaskipting milli karla og kvenna i
því fólgin, að kerlingin eyddi og karlinn að dró. Ég
er þess mjög fýsandi, að þessu verði breytt. Mér væri
kærkomin sjón að sjá konur sveitast við uppskipun
eða við kaupsýslu og á ráðstefnum meðan við karl-
mennirnir sætum sparibúnir að spilum með félögum
okkar og biðum þess i makindum að okkur elskan-
legu kæmu úr vinnunni til þess að fara með okkur
í bió. Það segi ég að sé „falleg hugsjón“.
En sleppum því. Víst höfum við fulla ástæðu til að
skammast okkar fyrir hvað stjórnin á heiminum
hefur farið í miklum ólestri hjá okkur karlmönnun-
um, og þvi skyldum við þá ekki bregðast drengilega
við, þegar kvenfólkið segir: „Lofið okkur stúlkunum
að reyna“, og viðurkenna mistökin með því að lofa
þeim að taka við.
„Stúlkurnar“ hafa komið upp öllum börnunum,
(118)