Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Síða 2
Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins
1959.
Þorkell Jóhannesson, háskólarektor, forseti.
Bjarni Vilhjálmsson, skjalavörður.
Halldór Iíiljan Laxness, rithöfundur.
Matthías Jóhannessen, blaðamaður.
Trausti Einarsson, prófessor.
Orðsending til félagsmanna.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins vill
vekja athygli félagsmanna á þvi, að enn er hægt að fá eldri
félagsbækur á ótrúlega lágu verði, miðað við núverandi
bókaverð. Ættu félagsmenn að atliuga hvort þá t. d. vantar
ekki inn i bókaflokkana fslenzk úrvalsrit, Lönd og lýðir,
eða árganga í Andvara og Almanakið.
Verð félagsbókanna frá 1943 er sem hér segir:
Árbækur 1943: 4 bækur fyrir kr. 20.00. Árbækur 1944—
1949, 5 bækur hvert ár, fyrir kr. 30.00 á ári. 1950, 5 bækur
fyrir kr. 36.00, 1951, 5 bækur fyrir kr. 50.00, 1952, 5 bækur
fyrir kr. 55.00, 1953, 5 bækur fyrir kr. 55.00, 1954—1955,
5 bækur hvort ár, fyrir kr. 60.00, 1956, 6 bækur fyrir
kr. 80.00, 1957, 6 bækur fyrir kr. 100.00 og 1958, 6 bækur
fyrir 150 kr.
Meðal þessara bóka eru hinar vinsælu og vönduðu land-
fræðibækur í flokknum „Lönd og lýðir“ um Noreg, Sviþjóð,
Danmörku, Indíalönd, Suðurlönd, Bandaríkin, Finnland og
Austur-Asíu. Úrval ljóða, m. a. eftir Bólu-Hjálmar, Hannes
Hafstein, Matthias, Grím Thomsen, Kristján Fjallaskáld
o. fl. að ógleymdum Alþingisrimunum, myndskreyttar
útgáfur af Njáls sögu, Egils sögu og Heimskringlu, úrvals
skáldsögur og smásagnasöfn, Andvari, Aimanakið o. fl.
Margar þessara bóka fást í bandi gegn vægu aukagjaldi.
Að sjálfsögðu er hægt að panta einstakar bækur úr hverj-
um árgangi. Mega sumar heita á þrotum, og vill því út-
gáfan benda félagsmönnum og öðrum, er vildu eignast
þessar ódýru og góðu bækur, á að draga ekki að kaupa þær.
Sendum gegn póstkröfu.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.