Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Síða 23
GANGUR TUNGLS OG SÓLAR Á ÍSLANDI.
í þriðja dálki hvers mánaðar, sem hefir yfirskriftina „T. í h.“ (tungl í hásuðri),
og í toflunni á blaðsíðu (15) er sýnt, hvað klukkan er eftir íslenzkum miðtíma, þegar
tunglið og sólin eru í hásuðri í Reykjavík. En komast má að því, hvað klukkan er
eftir íslenzkum miðtíma, þegar tunglið eða sólin er í hásuðri annars staðar á íslandi,
með því að gera svo nefnda „Iengdarleiðréttingu“ á Reykjavíkurtölunni. Verður hún
+ 4 mínútur fyrir hvert lengdarstig, 6em staðurinn Iiggur vestar en Reykjavík, og
-— 4 mínútur fyrir hvert lengdarstig, sem staðurinn liggur austar en Reykjavík. T. d.
er Raufarhöfn um sex lengdarstigum austar en Reykjavík; lengdarleiðréttingin þar
er þá — 24 mín., og 2. júlí er sól í hásuðri frá Raufarhöfn þcss vegna kl. 12 08 (12 32 —-
0 24 = 12 08). Flatey á Breiðafirði liggur einu lengdarstigi vestar en Reykjavík, og
lengdarleiðréttingin er þar + 4 mín. Þann 8. febrúar cr því timgl í hásuðri frá Flatey
kl. 21 47 (21 43 + 0 04 = 21 47).
Sólargaugurinn í Reykjavík er tilgreindur í almanakinu hvern miðvikudag. Sólar-
uppkoma (su.) telst. þá er sólmiðjan cr á uppleið 50 bogamínútum undir láréttum
sjóndeildarhring, en vegna Ijósbrotsins er þá efri rönd sólar að verða sýnileg, eða þv£
sem næst. Sólarlag (sl.) telst á sama hátt, þegar sólin er á niðurleið 50 bogamínútum
fyrir neðan láréttan sjóndeildarhring, og hverfur sólin þá sjónum. Til þess nð finna
sólarganginn annars staðar á landinu þarf að gera lengdarleiðréttingu á Reykjavikur-
tölunni á sama hátt sem við sól eða tungl í hásuðri, en auk þess breiddarleiðréttingu.
Breiddarleiðréttingin fer eigi aðcins eftir breiddarstigi staðarins, heldur er hún
einnig komin undir sólarganginum í Reykjavík. í töflu á blaðsíðu 20 er sýnd breiddar-
leiðrétting fyrir hvert hálft stig, norðar og sunnar en Reykjavík, þegar sólargangurinn
í Reykjavík stendur á heilli stundu. Leiðréttingin er pósitíf ( + ), þegar sólargangur
lcngist vegna hennar, en negatíf (—), þegar sólargangurinn styttist. Breiddarleið-
fétting töflunnar er því lögð við tíma sólarlagsins £ Reykjavík, en dregin frá sólarupp-
komutímanum. Sé breiddarleiðréttingin negatíf (—), verður að taka forteiknið til
greina.
Dœmi: Sólargangur 20. apríl á Raufarhöfn, sem er 6 6tigum austar og 2 y2 stigi
norðar en Reykjavík.
Þenna dag er sólargangur í Reykjavík 15 st. 39 mín. Breiddarleiðrétting töflunnar
fyrir 2 /2 stig norður og sólargang 16 st. er + 16 mín., en fyrir 15 st. sólargang + 12
mín.; hún telst því hér + 15 mín.
Lengdarleiðréttingin er — 24 min.
í Reykjavík................ su. 4 38 sl. 20 17
Breiddarleiðrétting .... —15 +15
Lengdarleiðrétting...... — 24 — 24
Á Raufarhöfn .............. su. 3 59 sl. 20 08
Annaá dœmi: Sólargangur 12. október i Flatey á Breiðafirði, sem er 1 stigi
vestar og 1 */4 stigi noróar en Reykjavík. Sóiargangur i Reykjavík er 10 st. 09 mín.
í Reykjavík................su. 7 09 sl. 17 18
Breiddarleiðrétting .... +3 — 3
Lengdarleiórétting...... +4 +4
Flatey .................... su. 7 16 sl. 17 19
(21)