Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Page 28
sínu en trúarbrögðum sínum eða ættjörðinni. Ástríð-
an varð kærleikanum til Guðs, heimilisins, barnanna
og jafnvel lífsins, yfirsterkari. Menn þráðu dauðann
að undangengnu þrælahaldi ávanans. Orsakirnar eru
margvíslegar, þvi að vegurinn til tortimingarinnar er
breiður. Ópiumætan De Quincey notaði það fyrst í
stað til þess að deyfa helsára gigtarverki í höfðinu.
Eftir klukkustundar áhrif talar hann um „þvílika
upprisu frá undirdjúpum andans! Þvílika opinber-
un!“ Þetta var ekki eingöngu vegna þess að verkirnir
voru horfnir. „Jákvæðu áhrifin,“ segir hann, „opnuðu
fyrir mér hyldýpi guðdómlegrar gleði og ánægju.
Hér var fundinn lykillinn að leyndardómi hamingj-
unnar, sem heimspekingarnir höfðu deilt um öldum
saman.“ En hér var þá lika lykillinn að leyndardómi
styrkleika þeirrar ástríðu, sem sigrar lífið.
Sálfræðingurinn William James segir í bókinni:
Fjölbreytnin í trúarlífi manna.*) „Vafalaust liggur
styrkur og vald áfengisins yfir manninum í getu þess
til örvunar dulvitundarinnar, sem kaldur veruleikinn
allajafna kæfir. Á vissu timabili er ölvunarvitundin
ofurlítill hluti þeirrar vitundar, sem dulvitringar
flestra trúarbragða þekkja. Slikt ölvunarástand flytur
manninn frá yztu nöf hlutanna nær innsta kjarna
sannleika og ljómandi veruleika þeirra. Gallinn er sá,
að slík upphafning er svo hverful og fæst aðeins á
bvrjunarstigi eiturneyzlunnar, sem í heildinni veldur
að siðustu mikilli niðurlægingu.“
James sá ekki fyrstur manna hið sameiginlega í
fari drykkjumannsins og dulvitringsins. Á fyrstu
hvitasunnunni sögðu menn um lærisveina Krists, sem
meðtekið höfðu heilagan anda: „Þeir eru drukknir
af sætu víni,“ og höfðu þá að spotti.
Pétur ávarpaði þá menn þessa og sagði: „Eigi eru
þessir menn drukknir, svo sem þér ætlið, því að nú
*) The varieties of religious experience.
(26)