Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Side 29
er þriðja stund dags; heldur er þetta það, sem sagt
hefur verið fyrir Jóel spámann: „Og þaS mun verSa
á hinum efstu dögum, segir GuS, aS ég mun úthella
af anda mínum yfir allt hokl.“ —
Spottararnir eru ekki þeir einu, sem líkt hafa hin-
um ólýsanlegu áhrifum anda guSdómsins viS ölvun-
arástand. Dulvitringurinn, hin heilaga Teresa frá
Avila sagSi: „MiSsvæSi sálar olckar er kjallari, sem
Drottinn hleypir okkur inn í þegar honum þóknast,
til þess aS hann geti þar gert okkur ofurölvi af hinu
dýrlega víni náSar sinnar.“
Öll hin æSri trúarbrögS eru til á mismunandi stig-
um samtímis. Þau eru til sem óhlutlæg rök um heim-
inn og stjórn hans. Þau birtast einnig sem sakra-
menti og helgisiSir. Einnig birtast þau í táknmynd-
um, sem hagræSa má og túlka til skýringar á lög-
málum alheimsins. Og þau eru til sem tilfinningar
ótta, aSdáunar og ltærleika, sem táknmyndir þessar
laSa fram.
AS síSustu má segja, aS þau séu einnig tilfinninga-
blandiS innsæi í einingu og samruna allra þátta í
guSdómseSli þeirra, skynjun þess, aS „ég er þaS,
þú ert þaS,“ dulvituS reynsla samfara skynjun og
sameiningu viS guSdómseSliS i innstu sálarfylgsnum
mannsins sjálfs. Þá losnar maSurinn úr viSjum ein-
staklingseSlisins og myrkur þess tekur á móti ljós-
inu.
Dagleg meSvitund er þörf og nauSsynleg, en oft
þröng, einstrengingsleg, drungaleg og leiSinleg. Dul-
vitund, fyrir áhrif trúarbragSa eSa nautnalyfja, er
viSfeSmari, bjartari og óendanlega skemmtilegri.
Erfitt er því fyrir þann, sem neytir áfengis eSa
annarra nautnalyfja, aS hætta viS þau, nema hann
fái á einhvern annan hátt uppbætur fyrir svo háfleygt
sálarfyrirbæri. Vissulega eru hér ekki öll kurl komin
til grafar meS þessari skýringu einni sainan. Hún
virSist þó varpa Ijósi á starfsemi Narcotics
(27)