Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Page 31
hafa þó getað neytt ópíums árum saman, án þess að
bíða þar við stórtjón, en hcildartjónið er, jafnvel þar
í löndum, geysilegt. Sælutilfinniiigunni, ávanahætt-
unni og megruninni, samfara vaxandi eymd, veldur
morfínið, sem er eitt aðalefnið í ópíum og ennþá
geigvænlegra.
Morfínið, sem unnið er úr ópíum, uppgötvaði
Serturner 1804. Síðan hefur það verið notað sem eitt
sterkasta og bezta deyfilyfið við hvers konar sárum
verkjum og þjáningum fram á þennan dag. Það er
notað til innspýtingar undir húð. í seinni tíð hefur
verið framleitt mikið af deyfilyfjum á efnafræðilegan
hátt, til þess að finna nýtt deyfilyf, sem engin ávana-
hætta fylgir. Ennþá hefur þetta ekki tekizt, svo að
vitað sé með vissu, þó að sumum hinna nýrri lyfja
fylgi heldur minni ávanahætta en morfíni. Sum
þeirra, til dæmis metadon og pethidin, hafa t. d.
reynzt vera mjög skæð og hættuleg að þessu leyti.
Sé þjáðum sjúklingi gefið daglega i þrjár vikur morfín
i smáskömmtum, veldur það undantekningarlitið
morfínávana. Hið sama er að segja um ópíum. Áhætt-
an samfara þessu er þó heldur minni, ef sjúklingur-
inn veit ekki, hvaða lyf það er, sem hann fær. Morfin-
ávani er þó ekki liið sama og morfínnautn, t. d.
morfínista, og verður þetta skýrgreint síðar.
Einstaka maður venst á eiturlyfið svo til strax eftir
að hafa neytt þess aðeins einu sinni eða tvisvar. Má
sjá af þessu, hve brýn þörf er á fvllstu aðgæzlu
við notkun slíkra lyfja. Beecher hefur nýlega sýnt
fram á, að víða i Bandaríkjunum sé morfín notað
óhóflega í sambandi við skurðaðgerðir, og að oft sé
hægt að nota önnur mun vægari meðul, jafnvel
asperin, með jafngóðum eða svipuðum árangri.
Codeín uppgötvaði frakkneski efnafræðingurinn
Robiquet 1832. Það devfir verki aðeins fimmtungi
lakar en morfín, en deyfir hósta mun betur og hefur
því verið notað milcið i hóstasaft og gigtartöflur.
(29)