Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Page 37
Þá höfðu hvorki læltnar né sjúkrahús þá megnu
andúð, sem siðar myndaðist gegn slikum sjúklingum.
Samhliða lyfseðlamiðluninni hafði læknunum
gefizt kostur á að kynnast tugþúsundum deyfilyfja-
neytenda, sem þeir höfðu aldrei náð til áður. Margir
þeirra fengu fljótt mikla æfingu í sjúkdómsgreiningu
og meðferð sjúklinganna. Þeir komust að raun um,
að þótt menn hættu lyfjaáti, sneru þeir þó undan-
tekningarlítið til þess aftur um stundarsakir. Góður
árangur fengist því ekki, nema meðferðin gæti verið
sveigjanleg og unnt væri að aðlaga hana einstaklings-
eðli og þörfum hvers og eins. Þá renndi grun i ýmis
vandkvæði sálarlegs eðlis og taugabilunar, samfara
deyfilyfjaneyzlunni, og sáu fram á, að töluverð þörf
var á rannsóknum i sambandi við hana.
Þess ber að minnast, að glæpastarfsemi, samfara
lyfjanautn, var næstum óþekkt fyrir löggjöfina 1914.
Neytandinn gat haldið starfi sinu áfram að mestu
leyti, séð um fjölskyldu sina og heimilislíf, og oft
kom þetta litið niður á vandamönnum, þótt stund-
um yrði annað uppi á teningnum, samanber leikritið
„Húmar hægt að kvöldi“ eftir Eugene O’Neill.
Eftir tilkomu Harrison löggjafarinnar og þó eink-
um breytingar, sem gerð var á henni etcir túÍKun
hæstaréttar Bandaríkjanna, breyttist þetta smátt og
smátt i það horf, að neytendur neyddust til að afla
sér lyfjanna ólöglega, með aðstoð leynisala og glæpa-
ntanna, sem verzluðu með þessa bannvöru. Réttur
lækna til þess að láta af hendi lvfseðla til deyfi-
lyfjaneytenda, á meðan þeir leituðust við að minnka
skammtana til þeirra og lækna þá, var mjög skertur.
Að síðustu kom þar, að margir læknar voru fangels-
aðir fyrir það að láta þessum mönnum í té lyfin.
Þegar löggjafarvaldið neitaði að horfast í augu við
hina hræðiiegu þörf sjúklinganna á þessum lyfjum,
sem þeir gátu ekki án lifað, breytti það hundruðum
Þúsunda ömurlegra sjúklinga á svipstundu i iögbrjóta
(35)