Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 38
og glæpamenn. Þeim var einskis annars úrkostur en
að leita til glæpastarfseminnar til þess að lina
þjáningar sínar. Síðast var gripið til þvingunar, og
voru sjúklingarnir dæmdir tii sjúkrahússdvalar.
Aðalstofnunin af þessu tagi er Lexington sjúkra-
liúsið í Kentucky í Bandarikjunum. Árangurinn af
þessari starfsemi hefur þó orðið mjög litill og vanda-
málið er enn óleyst í Bandaríkjunum. Tiðni sjúk-
dómsins þar er mikil. Engar áreiðanlegar tölur eru
þó til um fjölda sjúklinganna, en þeir verið áætlaðir
frá 60 þúsundum lægst, upp í eina milljón í hæsta lagi.
Bretar hafa aldrei átt við jafnmikið deyfilyfja-
vandamál að stríða sem Bandaríkin, hvernig sem á
því stendur. Deyfilyfjanotkun er þar næstum óþekkt
fyrirbæri. Þakka þeir það mjög fyrrnefndri löggjöf
sinni frá 1920. Samkvæmt henni er læknum heimilt
að gefa deyfilyfjaneytendum morfin: 1) á meðan
verið er að minnka lyfjaneyzlu þeirra og venja þá af
henni, 2) þegar fullreynt er, að ekki er unnt að láta
sjúklinginn hætta algerlega, sökum þess hve eftirköst-
in cru slæm, og 3) þegar sömuleiðis liefur verið sýnt
fram á það, að sjúklingnum tekst að lifa tiltölulega
eðlilegu og nytsömu lífi, fái hann smáskammta af
lyfinu, en án þess ekki.
Læknarnir tilkynna heilbrigðismálaráðunevtinu um
hvern einstakan deyfilyfjasjúkling, og er þar fylgzt
með, hve miklu magni deyfilyfja hver læknir ávisar.
Sést þá fljótt, hvort læknirinn misnotar þetta til
handa sjúklingi, sem hann hefur ekki skrásett, eða
handa sjálfum sér, og voru 9 læknar dæmdir fyrir
þetta í Englandi árið 1954. Sumir þeirra voru sviptir
lækningaleyfi, en af öðrum var tekið leyfi til þess
að ávísa liættulegum lyfjum. Slíkir læknar fá þó að
halda störfum sinum áfram hindrunarlaust að öðru
leyti. Þarfnist sjúklingar þeirra deyfilyfja eða ann-
arra hættulegra lyfja, verða þeir að fá starfsbræður
sína til þess að ávísa slíkum lyfjum.
(36)