Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Page 42
ur, þótt þeir hafi hætt, jafnvel eftir 5 ár. Ein góð
rannsókn, sem gerð var í Þýzkalandi, leiddi í ljós að
81,6 af hundraði byrjuðu aftur áður en liðið var eitt
ár, 93,9 áður en 3 ár liðu og 96,7 áður en liðin voru
5 ár frá þvi þeir læknuðust eða hættu við lvfið.
Eftir því sem hinn daglegi skammtur lvfsins er
meiri, fækkar þeim sem kalla mætti deyfilyfjaneyt-
endur, og vanizt hafa einfaldlega á lyfið vegna sjúk-
dóma, en liinum ástriðumögnuðu, réttnefndu nautna-
lyfjaætum fjölgar, þeim sem fyrst og fremst nota lyfið
til nautnar. Þegar vissu neyzlumarki er náð, má telja
næstum alla, sem neyta lyfsins að því marki eða
meira, sannar nautnalyfjaætur. Afla þeir venjulega
lyfjanna frá fleiri en einum lækni og á annan ólög-
legan hátt, frá smyglurum og nautnalyfjamöngurum.
Samkvæmt þessari skilgreiningu hefur verið álitið,
að setja mætti mörkin nálægt 270 milligrömm á dag,
ef um sannan morfínista er að ræða, miðað við
reynslu á þýzkum lækningastofnunmn, sem með-
höndla nautnalyfjasjúklinga. Samsvarar þetta 9 venju-
legum morfínsprautum. Yitanlega verða þó nokkrir
að notast við minna magn, þar eð þeir geta ekki
aflað sér þess að staðaldri. Þetta mat byggist einnig
á þeirri staðreynd, að þol morfínista gegn lyfinu
eykst, jafnframt því sem löngun þeirra vex. Þetta er
þeim sjálfum fullljóst.
Það, sem einkennir raunverulega nautnalvfja-
ástríðu, er áköf og fullkomlega meðvituð löngun i
sjálft lyfið, ásamt mikilli afturhvarfshættu, einnig
látlaus þörf fyrir lyfið allar stundir sólarhringsins,
hvöt til þess að auka stórlega skammtinn, langt fram
yfir líkamsþarfir vegna verkja, og það, að sjúkling-
urinn kallar sjálfan sig morfinista eða nautnalyfja-
ætu. Kalla þeir sig ýmsum nöfnum og hafa myndazt ,
heilar mállýzkur á ýmsum tungumálum um þetta |
fyrirbæri. |
Skorti flest ofangreind einkenni, er réttara að tala
(40)