Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Page 43
um deyfilyfjanotkun, þar sem er eingöngu um
óbreyttan ávana að ræða. Venjulega tekst með mis-
mikilli fyrirhöfn að venja slíka sjúklinga af lvfinu.
Miðað við skýrslu lyfsölustjóra til landlæknis fvrri
hluta ársins 1956, og ofangreint magn af morfíni, það
er 270 mg á dag, voru þá hér á landi:
G e a C o a 2 Ö B rt CO 2
«4-1 u o O T3 O ct o rC -M O s e
2 'O U d, <5 cn
Nautnalyfjaætur 2 1 0 í 2 5 ii
Deyfilyfjaneytendur . 11 7 34 5 12 14 83
Ekki var vitað um neinn heroínista. Læknar töldu
þá fram 10 nautnalyfjaætur. Þess ber að gæta, að ekki
bárust skýrslur frá nærri öllum læknum. Lyfjabúðir
töldu fram 19 nautnalyfjaætur og 32 deyfilyfjaneyt-
endur.
Misræmið við ofangreindar tölur stafar af þvi, að
mörkin, sem greina á milli nautnalyfjaætu og deyfi-
lyfjaneytenda, hafa ekki verið hin sömu.
Samtals virðast þvi vera hér á landi um 11 nautna-
lyfjaætur, sem af mikilli ástriðu eru háðar lyfjunum,
en auk þess 83, sem vanizt hafa á þau.
Miðað við Englendinga, sem bezt eru hér á vegi
staddir og telja fram einungis 500 nautnalyfjaætur,
ætti að vera hér á landi samkvæmt fólksfjölda 1—2
i stað 11.
Ameríkumenn telja fram 60.000 og álíta ástandið
mjög alvarlegt í þessum efnum. Miðað við það væru
hér 60 nautnalyfjaætur. Ástandið hér er því slæmt
og þyrfti að lagfæra, þótt segja mætti, að það gæti
■verið verra.
Okleift er að gera sér grein fyrir, hversu miklu
tnagni ólöglegra nautnalyfja er smyglað inn hér á
landi. Helzt mun vera um amfetamín að ræða, og
(41)