Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Síða 44
sennilega er það ekki mjög mikið. Sektarákvæði
margra þjóða um ólöglega nautnalvfjamiðlun hafa
réttilega verið þvngd til stórra muna undanfarið. I
sumum fylkjum Bandaríkjanna varða brot á þessum
ákvæðum allt að ævilangri fangelsisvist siðan 1957.
Ganga þau næst mannsmorði, enda svipta slikir
nautnalyfjamangarar fórnarlömb sín raunverulega
lifinu, þar eð fæstir- geta lifað nokkru þvi lifi, sem
kallazt gæti eðlilegt líf, eftir að þeir eru klófestir, og
kjósa því oft heldur að svipta sjálfa sig lifi en að lifa
án lyfsins, sem þeir eru háðir.
Nýlega stakk dómari í New York upp á þvi, að
komið yrði á alþjóðlegu nautnalvfjaári, i líkingu við
alþjóða-landfræðilega árið síðast liðna. Yrði þá þetta
vandamál rætt og rannsakað rækilega með þátttöku
lækna og annarra vísindamanna, heilbrigðisyfirvalda
og hagfræðinga. Vafalaust fengist bezta lausnin með
þessu móti.
Fyrsta alþjóðaráðstefnan um ópium-málið var hald-
in í Haag 1912. Þar var samþykkt meðal annars að
stöðva útflutning á ópíum til þeirra landa, sem bann-
að höfðu innflutning þess. Fram að þessu hafði ekkert
verið skeytt um þau bönn. Alþjóðaráðstefnur hafa
oft verið lialdnar síðan með vaxandi tölu aðildar-
ríkja. Einna merkust þeirra var ráðstefnan árið 1925.
Þar var samþykkt að herða mjög eftirlit með sölu og
dreifingu ópiums og skyldra lyfja.
Esra Pétursson.
Heimildir:
1. Opiate Addiction. Alfred R. Lindesmith.
Principiz Press. Bloomington, Indiana, 1947.
2. Narcotics and Drug Addiction.
Erich Hesse, M.D.
3. The Drug Addictasa Patient.
Marie Nyswander, M.D.
Crune and Stratton, M.D.
New York and London, 1956.
4. Skýrsla lyfsölustjóra til landlæknis 1956.
C42)