Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Síða 45
5. Drugs that Shape Mens Minds.
Aldous Huxley,
The Saturday Evening Post, 18. nov. 1958.
H. Encyclopedia Britannica.
Árbók íslands 1958.
Árferði. Snjóalög' og talsverðar frosthörkur voru
um land allt í janúar, febrúar og fram í marz. Vorið
var mjög kalt og þurrviðrasamt. Tíð var víða góð
um sumarið, en þó voru miklir óþurrkar á Norður-
og Norðausturlandi. Haustið var milt og rigningar
miklar. Talsvert frost gerði á jólaföstu.
Bindindismál. Þing Stórstúku íslands var haldið
í Rvík í júní, og var Benedikt Bjarklind kjörinn
stórtemplar. Landssambandið gegn áfengisbölinu
hélt þing i Rvík í nóvember. Hjúkrunarheimili fyrir
drykkjusjúkar konur tók til starfa í Rvík á vegum
Rláa bandsins. 30. nóv. fór fram i Keflavík atkvæða-
greiðsla um það, bvort opna skyldi áfengissölu þar
á staðnum, og var það fellt.
Brunar. 2. jan. skemmdist fiskmjölsverksmiðjan
Klettur í Rvík af eldi. 3. jan. stórskemmdist Gólf-
teppagerðin í Rvík af eldi. 3. jan. brann fjárhús í
Rvík og brunnu þar inni 15 kindur. 20. jan. brann
bifreiðaverkstæði í Rvík. 23. jan. brann fjós á
Hofsósi, og brunnu joar skepnur inni. 24. jan. brann
bifreiðaverkstæði Olíufélagsins á Reykjavíkurflug-
velli, og brunnu þar fjórir bílar. Aðfaranótt 26. jan.
brann ibúðarhús i Múlabúðum í Rvík, og björguð-
ust íbúarnir, hjón með tíu börn, nauðulega úr eld-
inum. 8. febr. brann seglagerðin á Akranesi. 10.
febr. brann rafmagnsverkstæði í Rvík. 24. febr.
brann gamli bærinn i Kollafirði á Kjalarnesi. 5. marz
brann ibúðarhús í Bústaðahverfi í Rvík. 19. marz
brann Hótel Höfn á Siglufirði, og brunnu þar tveir
(43)