Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Side 46
menn inni, faðir og sonur. 6. april brann beina-
mjölsverksmiðja á Hellissandi. 4. maí brann íbúðar-
húsið í Brennu í Lundarreykjadal. 5. mai stórskemmd-
ust tvö ibúðarhús i Rvilc af cldi. 11. júní brann
hænsnabú i Kópavogi, og brunnu þar inni 1500
hænsni. 3. júlí stórskemmdist ibúðarlnis í Rvik af
eldi. 10. júli skemmdist fiskmjölsverksmiðjan á
Eyrarbakka af eldi. 29. júli brann bærinn á Brands-
stöðum i Blöndudal. Seint í júli kviknaði eldur i
mosabreiðum á sunnanverðum Reykjanesskaga og
fór yfir stór svæði. 9. sept. skemmdist vörugevmsla
Kaupfélags Hafnfirðinga af eldi. 10. okt. brann bær-
inn á Látrum i Reykjarfjarðarhreppi. 19. okt. brann
hlaða á Stafnhóli á Höfðaströnd, og eyðilögðust þar
300 hestar af heyi. 23. okt. brann hús á Þórshöfn.
25. okt. brann peningshús i Hveragerði, og brunnu
þar inni 300 hænsni og fleiri skepnur. 17. nóv.
brann fjárhús, hlaða og hey á Felli i Sléttuhiíð. 19.
nóv. brann íbúðarhús á Siglufirði.
Búnaður. Tún spruttu seint, og liófst sláttur viða
seinna en venjulega. Spretta varð jió að lokum all-
góð víða sunnanlands, en fremur rýr annars staðar,
einkum á Norðausturlandi. Nýting hevja varð yfir-
leitt góð á Suðurlandi, en óþurrkar voru á Norð-
ur- og Norðausturlandi og á norðanverðum Vest-
fjörðum. Há spratt víðast livar lítt. Varð hevfengur
talsvert minni en árið áður. Meira kvað að engja-
heyskap en á undanförnum árum.
Talsvert kvað að ræktunarframkvæmdum, en þó
voru þær heldur minni en undanfarin ár. Um 500
dráttarvélar bættust við á árinu. Hafin var bygging
um 70 nýbýla, og byggðar voru upp 9 eyðijarðir.
Farið var að nota flugvélar til áburðardreifingar
á óræktað land og í óbyggðum. Reynd var á Ilvann-
eyri ný gerð þyrildreifara fyrir tilbúinn áburð.
Unnið var að sandgræðslu, m. a. á Sólheimasandi,
i Vestur-Landevjum, i Þorlákshöfn og á Hólssandi.
(44)