Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Qupperneq 47
Mikið var unnið að skógrækt. Rúmiega 30 Norðmenn
unnu að skógræktarstörfum liér á landi í júni og
jafnmargir íslendingar á sama tima í Noregi. Kart-
öfluuppskera var i meðallagi (áætluð rúmar 90.000
tunnur). Tómataframleiðsla var rúm 273 tonn (órið
áður 230). Kornuppskera var í góðu meðallagi.
Berjaspretta var fremur góð, miklu betri en undan-
farin ár.
Mæðiveiki varð vart í Dalasýslu, og var slátrað
öllu fé þar á fjórum bæjum. Lítið bar á garnaveiki,
en nokkuð á riðuveiki norðanlands. Flutt voru frá
Vestfjörðum líflömb á þá bæi, þar sem skorið var
niður 1957. Rúningsnámskeið voru haldin á vegum
Búnaðarfræðslunnar víða um land, og var cinkum
kennt að rýja með vélklippum. Við haustslátrun var
slátrað rúmlega 680,000 fjór (af þvi voru um
644,000 dilkar, 27,500 ær og 10,200 geldfjár). Kjöt-
magn var um 10,000 tonn (árið áður 8,300). Meðal-
þungi dilka við haustslátrun var 14,2 kg. (árið áður
15 kg.). Mjólkurframleiðsla jókst um 7% á árinu.
Norskur sérfræðingur dvaldist liér á landi til að
kenna vörumat á mjólkurafurðum.
Levft var að skjóta 600 hreindýr. Sérstakur
starfsmaður, veiðistjóri, tók að annast skipulega
útrýmingu refa og minka. Starfar hann á vegum
Búnaðarfélags íslands. — Fryst kindakjöt var flutt
út fvrir 26,7 millj. kr. (árið áður 18,6 millj. kr.),
saltaðar gærur fyrir 22,5 millj. kr. (árið áður 17,9
millj. kr.), ull fyrir 7,4 millj. kr. (árið áður fvrir
13,7 millj. kr,), garnir fyrir 2,5 millj. kr. (árið áður
2,3 millj. kr.), skinn og húðir fvrir 1,5 millj. kr,
(árið áður 1,3 millj. kr.), loðskinn fyrir 0,9 millj.
kr. (árið dð'ur 0,7 millj. kr.).
Búnaðarþing var haldið í Reykjavílc i febrúar og;
Vnarii. Hestamannaniót var haldið á ÞingvöBum i
júli. Búnaðarsaniband Suðurlands gekkst fyrir
Íandbúnaðarsýningu ó Selíossi í ágúst. Aðalfundur
(45)