Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Síða 50
vinsdóttir, Friðbjörg Haraldsdóttir, Guðbjörg Jó-
hannsdóttir, Guðfinna Kristjánsdóttir, Guðrún Þor-
steinsdóttir, Helga Hróbjartsdóttir, Jón E. Guð-
mundsson, Magnús Jónsson, Margrét Hannesdóttir,
Rögnvaldur Sveinbjörnsson, Sigurður Marelsson,
Stefán Þ. Jónsson, Vigdis Elíasdóttir og Þorbjörg
Guðmundsdóttir. 15. okt. var Yngvi Ólafsson skipað-
ur deildarstjóri í viðskiptaniálaráðunevtinu. 18.
okt. var dr. Hreinn Benediktsson skipaður prófessor
í íslenzkri málfræði við heimspekideild Háskóla ís-
lands. 21. okt. var Stefán Jóh. Stefánsson skipaður
sendiherra íslands í Tyrklandi. 26. okt. var Jónas
B. Jónsson kjörinn skátahöfðingi íslands. 7. nóv. var
Jóhann Fr. Sveinsson skipaður héraðslæknir í Þórs-
hafnarhéraði. í nóvember var Hannibal Valdimarsson
kjörinn forseti Alþýðusambands íslands. 2. des. var
Ólafur F. Hjartar skipaður bókavörður í Landsbóka-
safninu. 2. des. var Þorkell Grímsson skipaður safn-
vörður við Þjóðminjasafnið. 4. des. var Ingi Ársæls-
son skipaður fulltrúi í endurskoðunardeild fjármála-
ráðuneytisins. 11. des. var Halldór Jónatansson skip-
aður fulltrúi í viðskiptamálaráðuneytinu.
Allmargir íslendingar gegndu opinberum störfum
erlendis. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í við-
skiptamálaráðuneytinu var kjörinn til tveggja ára
í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Var Jónas Haralz
settur róðuneytisstjóri í stað hans. Gunnar Sveinsson
mag. art. var ráðinn sendikennari í íslenzku við há-
skólann í Osló og Björgvin. Páll S. Árdal var skipað-
ur lektor í heimspeki við Edinborgarháskóla. [21.
okt. 1957 var D. N. Wiesley skipaður aðalræðismað-
ur Islands i Mexikó. 21. des. 1957 var Kjartan Ólafs-
son skipaður héraðslæknir i Keflavíkurhéraði. 28.
des. 1957 var Sæmundur Kjartansson skipaður hér-
aðslæknir í Raufarhafnarhéraði. 28. des. 1957 var
Þorleifur Thorlacius skipaður sendiráðunautur
við sendiráð íslands í Osló. 31. desember var Ásgeir
(48)