Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Side 51
Ólafsson skipaður forstjóri Brunabótafélags ís-
lands].
Lausn frá embætti: 17. febr. var séra Ingólfi Þor-
valdssyni, sóknarpresti í Ólafsfjarðarprestakalli,
veitt lausn frá embætti. 19. febr. var dr. Björn Þórð-
arson leystur frá störfum sem formaður í nefnd um
afreksmerki hins íslenzka lýðveldis. 12. marz var
S. Brink veitt lausn frá störfum sem aðalræðismaður
ísl. í Stokkhólmi. 19. ág. var Brynleifi H. Steingríms-
syni, iiéraðslækni í Kirkjubæjarliéraði, veitt lausn frá
embætti. 17. sept. var séra Rögnvaldi Jónssyni, presti
í Ögurþingum, veitt iausn frá embætti. 18. okt. var dr.
Alexander Jóhannessyni, prófessor í ísl. fræðum við
Háskóla ísl., veitt Jausn frá embætti. 31. okt. var
Arnbirni Ólafssyni, héraðslækni í Hólmavikurhér-
aði, veitt lausn frá embætti. í des. var Ástu Magnús-
dóttur ríkisféhirði veitt lausn frá embætti.
Fornleifarannsóknir. Grafið var i Arnarhól í Rvík,
og fundust þar fornar traðir. Haldið var áfram
rannsóknum í Skálholti.
Fulltrúar erlendra ríkja. 12. marz afhenti R. A Mac
Iiay forseta íslands skilríki sín sem sendiherra Kan-
ada (búsettur i Osló). 15. apríl afhenti P. Balaceanu
skilríki sin sem sendiherra Rúmeniu (búsettur í
London). 20. maí afhenti S. Shima skilríki sín sem
sendiherra Japans (búseítur i Stokkhólmi). 21. ág.
afhenti F. Bayramoglu skilríki sin scm sendiherra
Tyrklands (búsettur i Osló). Við það tækifæri færði
hann forseta íslands að gjöf fornt landabréf. 23. ág.
afhenti E. P. de Callejón skilriki sín sem sendiherra
Spánar (búsettur í Osló). P. E. Ermoshin, ambassa-
dor Sovétsambandsins, lét af störfum í sept., en við
tók A. M. Alexandrov. Afhenti hann skilríki sín 14.
okt. 14. nóv. afhenti H. Navab skilriki sín sem sendi-
herra írans (búsettur í Stokkhólmi). 5. des. afhenti
B. V. Börde skilríki sin sem ambassador Noregs.
(T. Anderssen-Rysst, hinn fyrri ambassador, lézt i
(49)