Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Page 53
í júlí. Knattspyrnufélagið Þróttur keppti einnig í
Danmörku i júlí. Knattspyrnulið frá Val keppti í
Færeyjum í júlí. Vilhjálmur Einarsson keppti á
íþróttamótum i Svíþjóð í júlí og ágúst, aðallega í
þrístökki. Fleiri íslenzkir frjálsiþróttamenn kepptu
á íþróttamótum í Sviþjóð i ágúst og sept. Á þessum
mótum í Svíþjóð setti Svavar Markússon ný íslands-
met i 800, 1000 og 1500 metra hlaupi. Sumir hinna
íslenzku íþróttamanna kepptu á Evrópumeistaramót-
inu í frjálsiþróttum í Stokkhólmi í ágúst. Knatt-
spyrnufélag Akraness keppti í Noregi í ágúst. Fim-
leikaflokkur kvenna úr Ármanni hélt sýningar á
iþróttahátíð í Þrándheimi í ágúst. Landskeppni í
frjálsíþróttum milli íslendinga og Dana fór fram í
Randers 30. og 31. ágúst, og unnu íslendingar með
110 stigum gegn 101. íslenzkir frjálsíþróttamenn
kepptu á móti í Búkarest i sept. 23. ágúst reyndi
Eyjólfur Jónsson að svnda yfir Ermarsund, en lauk
ekki sundinu. Hann gerði aftur tilraun 9. sept., en
þá fór á sömu leið. Fyrr á sumrinu liafði Evjólfur
unnið glæsileg sundafrek hér heima. 14. júní svnti
hann frá Reykjavik til Hafnarfjarðar og 6. júli frá
Reykjavík til Akraness.
Erlendir iþróttamenn tóku þátt í ýmsum mótum
á íslandi. Sænskt og danskt sundfólk tók þátt i sund-
móti í Rvík i april. Enskt knattspvrnulið keppti í
Rvík í júní. Danskir knattspyrnuflokkar kepptu hér
í júní og júlí. Brasilíumaðurinn da Silva, heims-
meistari i þristökki, keppti á íþróttamótum hér á
landi i júlí. 11. ágúst var i Rvík háður landsleikur
i knattspyrnu milli íslendinga og íra, og unnu írar
3 : 2. Þýzkt körfuknattleikslið keppti i Rvík i okt.
Knattspyrnufélag Akraness varð íslandsmeistari
i knattspyrnu. Íslandsglíman var háð 4. mai, og
varð Ármann Lárusson glímukóngur í sjötta sinn.
12. okt. hljóp Jón Guðlaugsson Maraþonhlaup frá
Kambabrún til Rvikur.
(51)