Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Side 94
Sæstrengir voru lagðir yfir Arnarfjörð og Dýra-
fjörð. Fossárvirkjun við Bolungavík tók til starfa í
marz. Rafmagn var leitt á allmarga bæi í Húnavatns-
sýslu, m. a. í Reykjaskóla í Hrútafirði, og á bæi í
Eyjafjarðarsýslu. Grimsárvirkjun tók til starfa i júni.
Þaðan var lögð háspennulína til Egilsstaða, en þar
cr greinistöð, fjarstýrð frá virkjuninni. Frá F.giis-
stöðum voru lagðar linur til Eiða, Seyðisfjarðar,
Neskaupstaðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og F'á-
skrúðsfjarðar.
Alls var rafmagn leitt á um 200 sveitabæi, um
120 á Suður- og Suðvesturlandi, 10 á Vestfjörðum,
45 á Norðurlandi og 25 á Austurlandi.
Samgöngur og ferðalög. Mikið kvað enn að ferða-
lögum íslendinga til útlanda, og allmargt útlendinga
kom hingað til lands.
FJugferðir voru með svipuðum hætti og árið áður.
Flugvélar Flugfélags íslands flugu inargar ferðir
til Grænlands og tólcu einnig að sér innanlandsftug-
ferðir á Grænlandi. Björn Pálsson flutti á árinu 138
sjúkiinga i sjúkraflugvél sinni. Sjúkraflugvél var
keypt til Akureyrar og fór hún 12 sjúkraflug á árinu.
Blindlendingarkerfi var komið upp á Keflavikur-
flugvelli. Svifflugmót var haldið á Hcllu í júli.
Nýtt skip Eimskipafélags íslands, „Selfoss“, lcom
til landsins í nóvember (smíðað í Álaborg).
1. júlí var hámarkshraði bifreiða í Rvík hækkaður
úr 25 km i 35 km á klukkustund og í 45 km á nokkr-
um aðalbrautum. Stöðumælum bifrciða var fjölgað
mjög í Rvílc. Strætisvagnagjöld í Reykjavik voru liækk-
uð úr 1,50 kr. í 1,75 kr. í júlí.
Frímerkjasýning var haldin í Reykjavík i sept-
ember.
Slysfarir og slysavarnir. AIIs fórust 58 íslendingar
af stysförum á árinu (árið áður 41). Af þeim drukkn-
uðu 21, cn 16 fórust í umferðarslysum. 35 mönnum
var bjaragað úr sjávarháska hér við land, aðallcga
(02)