Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Page 102
ingu, gagnfræðaskólahúss á Akranesi. Reistur var
klukkuturn i Görðum á Akranesi.
Flugvellir til sjúkraflugs voru gerðir allvíða um
land. Víða var unnið að hafnargerð, t. d. i Ólafsvik,
á Skarðsströnd, við Brjánslæk, á Patreksfirði, i
Hjarðardal í Önundarfirði, Bolungavík, Sauðár-
króki, Siglufirði, Húsavík, Kópaskeri, Þórshöfn,
Vopnafirði, Breiðdalsvik, Vestmannaeyjum, Grinda-
vík og Höfnum.
Nokkuð var um framkvæmdir i simamálum. Reist
var 30 metra hátt stálgrindamastur á Stóra-KIifi í
Vestmannaeyjum vegna fjarskiptasambandsins við
Reykjavik og Austurland og fyrirhugaðs sambands
við útlönd. Radíósimþjónusta var tekin upp milli
Revkjavikur og Hornafjarðar. Lokið var uppsetningu
radíófjölsíma á últrastuttbylgjum milli Reykjavikur
og Borgarness, og var vegna þessa komið upp radíó-
magnara á Akranesi.
Unnið var að vegagerð og viðhaldi vega á svipað-
an liátt og á undanförnum árum. Nokkrar ár voru
brúaðar. Enn var unnið að því að fullgera brúna á
Hvítá hjá Iðu. Meðal áa, sem brúaðar voru á árinu,
voru Botnsá i Mjóafirði við ísafjarðardjúp, Virkisá
í Öræfum og Tungufljót í Skaftártungu.
Verzlun. Sovétsambandið og Bandarikin voru mestu
viðskiptalönd íslendinga. Andvirði innflutts varn-
ings frá Sovétsambandinu nam 244,5 millj. kr. (árið
áður 278,5 millj. kr.), frá Bandarikjunum 193,5 millj.
kr. (árið áður 181,2 millj. kr.), frá Bretlandi 150,3
millj. kr. (árið áður 158,2 millj. kr.), frá Danmörku
134,7 millj. kr. (árið áður 95 millj. kr.), frá Vestur-
Þýzkalandi 131,8 millj. kr. (árið áður 104,2 millj.
kr.), frá Tékkóslóvakiu 107,2 millj. kr. (árið áður
75,1 millj. kr.), frá Finnlandi 66,5 millj. kr. (árið
áður 63,4 millj. kr.), frá Austur-Þýzkalandi 64,1
millj. kr. (árið áður 61,4 millj. kr.), frá HoIIandi
45,8 millj. kr. (árið áður 46,5 millj. kr.), frá Noregi
(100)