Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Síða 105
Bandaríkjunum) og áburSarvörur (einkum frá Hol-
Iandi).
Af útflutningsvörum var freðfiskur mikilvægastur.
Hann var einkum seldur til Sovétsambandsins,
Bandarikjanna, Austur-Þýzkalands og Tékkóslóvakiu.
Aðrar mikilvægar útflutningsvörur voru saltsíld (að-
aliega til Sovétsambandsins, Finnlands, Sviþjóðar og
Austur-Þýzkalands), óverkaður saltfiskur (aðallega
til Portúgals, Ítalíu og Grikklands), fiskmjöl (lil
Vestur-Þýzkalands, Bretlands, Sviþjóðar, írlands,
Danmerkur o. fl. landa), þurrkaður saltfiskur (aðal-
lega til Jamaica, Brasiliu, Kúbu og Spánar), harð-
fiskur (mest til Nígeríu, en nokkuð til Bretlands,
Italíu og Vestur-Þýzkalands), karfamjöl (einkum til
Vestur-Þýzkalands, Danmerkur og Tékkóslóvakíu),
sildarlýsi (til Vestur-Þýzlcalands, Spánar, Tékkó-
slóvakiu, Sviþjóðar og Noregs), þorskalýsi (til Nor-
egs, Vestur-Þýzkalands, Póllands o. fl. landa), sild-
armjöl (einkum til Hollands, Bretlands, Vestur-
Þýzkalands og Tékkóslóvakíu), fryst kindakjöt (að-
allega til Bretlands, Sviþjóðar og Bandarikjanna),
freðsíld (aðallega til Tékkóslóvaktu, Póllands og
Austur-Þýzkalands), saltaðar gærur (einkum til
Vestur-Þýzkalands, Póllands og Svíþjóðar), ísfiskur
(til Vestur-Þýzkalands og Bretlands), karfalýsi
(einkum til Vestur-Þýzkalands, Noregs, Svíþjóðar
og Finnlands), hvallýsi (til Vestur-Þýzkalands og
Bretlands), söltuð matarhrogn (mest til Svíþjóðar),
niðursoðinn fiskur (mest til Tékkóslóvakiu og Dan-
merkur), ull (aðallega til Austur-Þýzkalands og
Bandaríkjanna), söltuð þunnildi (til ítaliu), fryst
hvalkjöt (til Bretlands og Bandarikjanna), rækjur
og humar (til Bandarikjanna og Bretlands), fryst
hrogn (aðallega til Bretlands), söltuð beituhrogn
(aðallega til Frakklands), garnir (aðallega til Pól-
lands, Tékkóslóvakíu, Finnlands og Bretlands),
(103)