Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 106
sldnn og húðir (mest til Vestur- og Austur-Þýzka-
Iands) og loðskinn (mest til Vestur-Þýzkalands).
Nýjar ráðstafanir í efnahagsmálum voru gerðar
í maí. Var þá lagt 55% yfirfærslugjald á greiðslur i
erlendum gjaldeyri, nema brýnustu nauðsynjar. Á
náms- og sjúkrakostnaði var yfirfærslugjaldið 30%.
Aðflutningsgjöld voru hækkuð á hátollavörum og
benzínskattur var hækkaður. Útflutningsuppbætur á
sjávarafurðir voru flokkaðar í þrennt, svo sem fyrr
segir. Utflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur
skyldu vera hlutfallslega jafnháar þeim uppbótum,
sem bátaútvegurinn nýtur á þorskveiðum. Lögboðin
var um leið 5% grunnkaupshækkun nema á hæstu
Iaun, en enga vísitöluuppbót skyldi greiða vegna
næstu 9 stiga, sem vísitalan hækkaði. Visitala fram-
færslukostnaðar var 191 í ársbyrjun, en 220 i árslok.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun
eru bráðabirgðatölur, er kunna að breytast lítið eitt,
þegar endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Lítið kvað að atvinnuleysi. Margir
Færeyingar unnu að útgerðarstörfum. Allmargir Dan-
ir unnu að landbúnaðarstörfum, og nokkuð var einn-
ig af þýzku verkafólki.
Verkfall á kaupskipaflotanum hófst 24. júní og
stóð til 13. júlí. Verkfall járniðnaðarmanna, bifvéla-
virkja, blikksmiða og skipasmiða hófst 26. júni og
stóð til 6. júli. Nokkur minni háttar verkföll voru á
árinu.
Æskulýðsráð. Æskulýðsráð íslands var stofnað 18.
júní, og voru í því landssamtök flestra íslenzkra
æskulýðsfélaga.
Ólafur Hansson.
(104)