Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 23
SÓLIN 1968
Töflurnar á bls. 15-20 sýna vikulega sólarganginn á sex stöðum á Is-
landi. Birting telst, þegar sólmiðjan á uppleið er 6 gráður undir sjón-
deildarhring, og myrkur, þegar sól er jafnlangt undir sjóndeildarhring á
niðurleið. Er þá orðið svo skuggsýnt, að venjuleg útistörf verða ekki
unnin að gagni án Ijósa. Algjört myrkur í stjörnufræðilegum skilningi
telst þó ekki fyrr en sól er þrefalt lengra (18°) undir sjóndeildarhring,
en þá fyrst er himinn aldimmur yfir athugunarstað. Sólarupprás og sól-
arlag reiknast, þegar efri rönd sólar er við láréttan sjóndeildarhring,
og er þá tekið tillit til ljósbrots í andrúmsloftinu sem svarar 35 boga-
mínútum. Hádegi er, þegar sólmiðja er í hásuðri.
A meðfylgjandi uppdrætti eru merktir þeir sex staðir, sem sólargangs-
töflur almanaksins ná til. Sólargang á öðrum stöðum má áætla með
hliðsjón af afstöðu þeirra til staðanna, sem merktir eru á uppdrættin-
um. Ennfremur skal vísað til upplýsinga um hnattstöðu, sólarhæð og
tímamun, bls. 24-25.
Sólblettir munu að líkindum ná hámarki á árinu 1968. Síðasta sól-
blettahámark var árið 1958, en lágmark árið 1964.
TUNGLIÐ 1968
Á bls. 3-14 er dálkur, sem sýnir, hvað klukkan er, þegar tunglið er í
hásuðri 1 Reykjavík. Fyrir aðra staði á landinu vísast til upplýsinga á
bls. 24-25.
1 aftasta dálki (bls. 3-14) er tungl talið hæst á lofti þá daga, sem það
er hærra á lofti í hásuðri frá Reykjavík en næstu daga fyrir og eftir, en
lægst á Iofti, þá er það er lægra á lofti í hásuðri en dagana á undan og
eftir. Þegar tungl er hæst á lofti í Reykjavík árið 1968, er það að jafn-
aði um 53 yfir sjóndeildarhring í suðri, og er þá á lofti allan sólarhring-
inn. Þá daga, sem tungl er lægst á lofti 1968, kemur það ekki upp fyrir
sjóndeildarhring í Reykjavík.
(21)