Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 25
maí er hann í 10° hæð í norðvestri við sólsetur. en sezt þá ekki (er
pólhverfur). Þann 31. október kemur Merkúríus upp fyrir sjóndeildar-
hring í Reykjavík kl. 5 45 og er kominn í 13 hæð í suðaustri við sólar-
upprás.
Venus ($) er morgunstjarna fyrri hluta árs, en gengur yfir á kvöld-
himin 20. júní. Þann 23. apríl er Venus 0,8° (iy2 þvermál tungls) fyrir
norðan (ofan) Satúrnus, og 18. ágúst er hún 0,5° fyrir norðan Júpíter.
Mars (cj ) er kvöldstjarna fyrri hluta árs og lágt á lofti, en gengur bak
við sól yfir á morgunhimin 21. júní. Hann er í steingeitarmerki í ársbyrjun
á austurleið og reikar þaðan um merki vatnsbera, fiska, hrúts, nauts,
tvíbura, krabba og ljóns og er í meyjarmerki við árslok. Þann 6. nóvem-
ber er Mars 0,3° norðan við Júpíter. (Sjá erinfremur töfluna hér að
neðan.)
Júpíter (2J.) er í ljónsmerki í ársbyrjun á vesturleið, en snýr við til
austurs 22. apríl og er kominn í meyjarmerki við árslök. Júpíter er í
gagnstöðu við sól 20. febrúar, en í samstöðu við sól 9. september. (Sjá
ennfremur töfluna hér að neðan.)
Satúrnus ( h ) er í fiskamerki allt árið. Hann er í gagnstöðu við sól 15.
október, en í samstöðu við sól 5. apríl. (Sjá ennfremur töfluna hér að
neðan.)
Úranus ($) er í meyjarmerki allt árið. Hann er gagnstætt sólu 17.
marz, en verður tæplega fundinn án sjónauka. Þann 9. desember er
hann 0,5° sunnan við Júpíter.
Neptúnus ('j') er í vogarmerki allt árið. Sést aðeins í sjónauka.
Plútó ( E) er við austurjaðar ljónsmerkis. Sést aðeins í öflugum
stjörnusjónaukum.
Eftirfarandi tafla sýnir, hvenær sólarhringsins björtustu reikistjörn-
urnar er að sjá í hásuðri frá Reykjavík um hver mánaðamót, svo og
hve hátt þessar stjörnur eru þá yfir sjóndeildarhring.
1968 Merkúríus Venus Mars Júpíter Satúrnus
Dags. K.I. H Kl. H Kl. H Kl. H Kl. H°
1. jan. 12 41 1 9 38 8 15 33 11 4 20 36 18 12 26
1. febr. 13 52 15 10 15 4 15 01 20 *) 09 37 16 17 27
1. mar/. 11 08 12 10 51 8 14 28 30 23 5o 39 14 34 28
1. apríl 11 18 20 1 1 17 21 13 52 39 21 43 40 12 46 30
1. maí 12 55 44 11 35 35 13 20 45 19 43 40 11 02 31
1. júní 13 52 50 12 04 47 12 49 49 17 50 39 9 13 32
1. júlí 11 21 45 12 45 49 12 19 50 16 08 37 7 24 33
1. ág. 12 08 47 13 22 42 11 45 48 14 28 35 5 26 33
1. sept. 13 44 26 13 43 27 11 05 43 12 50 33 3 23 33
1. okt. 13 37 11 14 01 12 10 20 36 11 16 30 1 18 32
1. nóv. 11 04 20 14 33 2 9 29 29 9 37 28 23 03 31
1. des. 12 03 4 15 14 2 8 38 22 7 57 26 20 59 31
31. des. 13 32 3 15 40 11 7 45 15 6 11 25 19 00 31
(23)