Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 31
MÁNAÐARDAGAR OG VIKUDAGAR
Með því að nota eftirfarandi reglu er hægt að finna vikudag fyrir sér-
hvern tiltekinn mánaðardag á tímabilinu 1700 til 2100 e. Kr. Reglan
er miðuð við nýja stíl (gregoríanska tímatalið), sem á íslandi hefur ver-
ið í gildi síðan 28. nóvember árið 1700.
Dæmi: Hvaða vikudagur var 1. desember 1918?
1) Takið tvær öftustu tölur ártalsins.................. 18
2) Leggið þar við fjórðuijg þeirrar tölu (sleppið afgangi).... 4
3) Leggið mánaðardaginn við............................ 1
4) Bætið við einni tölu fyrir hvern mánuð sem hér segir:
janúar 1 (í hlaupári 0)*) júlí.... 0
febrúar 4 (í hlaupári 3)*) ágúst.... 3
marz.. 4 september 6
apríl.. 0 október. . 1
maí... 2 nóvember 4
júní... 5 desember 6................... 6
5) Fyrir 18. öld skal bæta við 4
„ 19. „ „ „ „ 2
„ 20. „ '„ „ „ 0................................. 0
„ 21. „ „ „ 6
6) Deilið x útkomuna með 7. Afgangúrinn gefur þá viku- ---------
daginn samkvæmt eftirfarandi reglu: 7) 29 (4
1 = sunnudagur 5 = fímmtudagur 28
2 = mánudagur 6 = föstudagur
3 = þriðjudagur 0 = laugardagur 1
4 = miðvikudagur Svar: sunnudagur.
*) Hlaupár er, þegar talan 4 gengur upp 1 ártalinu. Aldamótaár teljast
þó ekki hlaupár, nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Þannig voru
árin 1800 og 1900 ekki hlaupár, en árið 2000 verður hlaupár.
FÁNADAGAR
Samkvæmt forsetaúrskurði nr.-44, 1944 skal draga fána á. stöng á
húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra
forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga:
1. Fæðingardag forseta Islands. 6. Verkalýðsdaginn (1. maí).
2. Nýársdag. 7. Hvítasunnudag.
3. Föstudaginn langa. 8. Lýðveldisdag (17. júní).
4. Páskadag. 9. Fullveldisdag (1. desember).
5. Sumardaginn fyrsta. 10. Jóladag.
Alla ofangreinda daga skal draga fána að hún, nema föstudaginn langa,
þá í hálfa stöng.
Hvenær flagga skal við önnur tækifæri fer eftir ákvörðun dómsmála-
ráðuneytisins.
Eftirfarandi reglum ber öllum að fylgja:
Frá 1. marz til 31. október skal eigi draga fána á stöng fyrr en kl.
8 árdegis, en á tímabilinu frá 1. nóvember til febrúarloka eigi fyrr en
kl. 9 árdegis.
Fáni skal eigi vera uppi lengur en til sólarlags og aldrei lengur en
til kl. 8 síðdegis, nema við útisamkomur. Þá má láta fána vera uppi
meðan samkoman varir og bjart er, þó eigi lengur en til miðnættis.
(29)