Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Síða 40
Eðlisþ. Braðsium. Suóurrt.
Lofttegundir. glcm3 °C °c
Acetýlen 0,0012 —84 —82
Ammoníak 0,00077 —78 —33
Andrúmsloft 0,0013 —190
Argon 0,0018 —189 —186
Brennisteinsdíoxíð 0,0029 —76 —10
Brennisteinsvetni 0,0015 —86 —60
Flúor 0,0017 —220 —190
Helíum 0,00018 —270*) —269*)
Klór 0,0032 —100 —34
Koldíoxíð 0,0020 —79 —79
Kolmónoxíð 0,0013 —205 —190
Köfnunarefni 0,0013 —210 —196
Methan 0,00072 —182 —162
Neon 0,00090 —249 —246
Própan 0,0020 —188 —42
Súrefni 0,0014 —219 —183
Vetni 0,000090 —259 —253
*) mælt við 100 loftþyngda þrýsting.
JARÐSKJÁLFTAR
Styrkleiki jarðskjálfta á einhverjum stað er mælikvarði á það rask,
sem jarðskjálftinn veldur á staðnum. Styrkleikinn er oftast metinn
eftir svonefndum Mercalli-kvarða, sem upphaflega greindist í 10 stig,
en síðar var lengdur í 12 stig. Stutt lýsing á stigunum fer hér á eftir:
1. Verður aðeins vart með mælitækjum.
2. Finnst við fullkomna ró, og fremur á efri hæðum húsa.
3. Finnst við kyrrsetu innanhúss sem vægur titringur.
4. Flestir innanhúss fmna greinilegan skjálfta. Fáeinir vakna að
nóttu til.
5. Næstum allir finna skjálftann, einnig utanhúss. Margir vakna
að nóttu til.
6. Allir finna skjálttann. Húsmumr færast úr stað.
7. Flestir flýja úr húsum. Erfitt að standa. Nokkrar skemmdir verða.
8. Talsverðar skemmdir á húsum. Stýring bifreiða truflast verulega.
9. Flest steinhús stórskemmast. Jarðleiðslur slitna.
10. Allflest steinhús eyðileggjast og mörg sterkbyggð timburhús.
Mikil skriðuföll.
11. Næstum öll hús hrynja. Sterkustu brýr stórskemmast. Stórar
sprungur koma í jörð.
12. 011 mannvirki tortímast. Stórfelldar breytingar á yfirborði
jarðar.
Starð jarðskjálfta er mælikvarði á þá orku, sem leysist úr læðingi við
upptök skjálftans. Stærðin er venjulega miðuð við svonefndan Richter-
kvarða, en af honum eru til ýmsar útgáfur og nokkuð mismunandi.
Flestir jarðskjálftar, sem finnast án mælitækja, eru taldir vera af stærð-
inni 2-8 eftir Richter-kvarða, hinir allra stærstu milli 8 og 9.
(38)