Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Síða 43
TÍMASKIPTING JARÐARINNAR
Myndin á bls. 40 sýnir, hve mörgura stundum þarf að bæta við ( - )
eða draga frá (—) íslenzkum miðtíma til að finna, hvað klukkan er að
staðaltíma annars staðar á jörðinni.
Við jaðra kortsins efst og neðst eru reitir, sem afmarka svonefnd
timabelti, sem liggja beint frá norðri til suðurs milli heimskauta. Þessi
pinfalda og reglulega beltaskipting gildir á úthöfum og í lofti við sigl-
ingar og flug. A landi eru hins vegar víða frávik frá beltatímanum, eftir
því sem hagkvæmast hefur þótt í hverju ríki. Þannig eru t.d. Spánn,
Frakkland og öll Sovétríkin 1 klst. á undan beltatíma.
Nokkur lönd fylgja tíma, sem ekki víkur heilum stundatjölda frá
íslenzkum tíma. Þetta er sýnt á kortinu með tölum, sem tákna frá-
vikið í mínútum frá viðkomandi stundafjölda. Dæmi um þetta er Ind-
land, þar sem klukkan er 6 stundum og 30 mínútum á undan íslenzkum
miðtíma, og Labrador, þar sem klukkan er 2 stundum og 30 mínútum
á eftir íslenzkum miðtíma.
A kortinu liggur óregluleg lína frá norðri til suðurs yfir Kyrrahaf.
Lína þessi nefnist dagalína og gegnir því hlutverki að aðgreina þau
svæði, sem lengst eru komin í tima frá hinum, sem skemmst eru komin.
Dagalínan var staðsett með alþjóðasamþykkt, og tvískiptir hún einu
tímabeltanna. Staðaltíminn vestan línunnar er réttum sólarhring á
undan staðaltímanum austan við, og verður því að breyta um dagsetn-
ingu, þegar farið er yfir línuna.
Á það skal bent, að austasti hluti Síberíu (svo og Tongaeyjar, sem
ekki sjást á kortinu) er 14 stundum á undan íslandi í tíma. Ibúarnir
þar geta því ritað nýja dagsetningu fyrstir jarðarbúa. Þegar klukkan á
Islandi er 10 30 að morgni 31. desember, er klukkan austast í Síberíu
0 30 hinn 1. janúar. í Alaska, hinum megin við Beringssundið, er klukk-
an þá líka 0 30, en dagsetningin 31. desember.
Þegar sumartími er í gildi á íslandi, verður að byrja á því að draga 1
klst. frá tímanum til að finna íslenzkan miðtíma, áður en kortið er
notað til að finna staðaltíma annars staðar á hnettinum. Sá siður að
flýta klukkunni um eina klukkustund frá staðaltíma á sumrin tíðkast
á eftirtöldum stöðum: Albaníu, Argentínu, Azóreyjum, Bahamaeyjum,
Bandaríkjunum (aðallega austan til og í borgum), Braziliu, Bretlandi,
Egyptalandi, ítalíu, írlandi, íslandi, Kanada, Kína, Kúbu, Líbanon,
Madeiraeyjum, Portúgal, Póllandi, Sýrlandi, Tyrklandi og Úrúgúay.
Reglur um vetrartíma, þ.e. seinkun klukkunnar að vetri til, gilda í
Brezka Honduras og Dóminíkanska lýðveldinu.
í Bretlandi er ráðgert að breyta um staðaltíma á árinu 1968 til
samræmis við nágrannalöndin, en fella sumartíma niður. Verður klukkan
þar þá 1 klst. á undan miðtíma Greenwich og 2 klst. á undan íslenzkum
miðtíma.
STÆRÐFRÆÐIATRIÐI
n = 3,1415927 log k = 0,49714987.
e 2,7182818 log e 0,43429448.
1/log e = In 10 2,3025851.
V2 = 1.4142136 V3 = 1,7320508.
1 bogamælieining (radian) = 57°, 295780 = 3437', 7468 = 206264", 81.
(41)