Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 46
PÁSKAR 1967-70
Árið 1967 bar páskana upp á 26. marz.
Árið 1968 ber páskana upp á 14. apríl.
Árið 1969 ber páskana upp á 6. apríl.
Árið 1970 ber páskana upp á 29. marz.
UM HEIMILDIR OG ÚTREIKNING ALMANAKSINS
Aðalheimildin að hinum stjörnufræðilega hluta almanaksins er nú
sem undanfarin ár brezk-bandaríska almanakið „The Astrotiomical
Ephemeris“, sem einnig er gefið út undir nafninu „The American
Ephemeris and Nautical Almanac". Töflur þess almanaks eru reiknað-
ar í almanaks- og reiknistofnunum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýzka-
landi, Frakklandi, Rússlandi og Spáni. S þeim er að finna upplýsingar
um himinstöður sólar, tungls og reikistjarna, sem síðan eru lagðar til
grundvallar við útreikninga islenzka almanaksins.
í almanakinu í ár (1968) eru töflur um sólargang, tungl og reiki-
stjörnur reiknaðar með tölvu Reiknistofnunar Háskólans (IBM 1620).
Bandaríska almanaksskrifstofan (Nautical Almanac Office, U.S. Naval
Observatory) annaðist útreikning sólmyrkva fyrir Reykjavík á sama
hátt og siðastliðið ár. Smithson stjörnustöðin í Bandaríkjunum (Smith-
sonian Astrophysical Observatory) veitti upplýsingar um braut gervi-
hnattarins Echo II. Flóðtöflurnar hafa nú sem fyrr verið unnar í
sjávarfallastofnun (Tidal Institute and Observatory) háskólans i Liver-
pool fyrir milligöngu Vitamálaskrifstofunnar. Veðurfarstöflurnar á bls.
30 eru unnar úr tölum, sem birzt hafa í tímaritinu „Veðráttunni", og
hefur Veðurstofan góðfúslega gefið leyfi til að sækja efnið þangað.
Uppdrátturinn á bls. 40, sem sýnir tímaskiptingu jarðarinnar, er teikn-
aður í samræmi við gögn frá brezku almanaksskrifstofunni (H.M.
Nautical Almanac Office, Royal Greenwich Observatory) um staðal-
tíma í hinum ýmsu löndum. Vegalengdaskráin á bls. 42-43 er samin
eftir upplýsingum frá Vegamálaskrifstofunni 1967 með nokkurri hlið-
sjón af vegakortum.
Annað efni er dregið saman úr mörgum áttum, en af heimildum eru
þessar helztar: „Astrophysical Quantities“ eftir C. W. Allen (1963),
„Tables of Physical and Chemical Constants" eftir G. W. C. Kaye
og T. H. Laby (1959) og „Handbook of Chemistry and Physics"
(Chemical Rubber Publishing Co„ 1947).
LÖG UM ALMANÖK
Samkvæmt lögum nr. 25, 27. júní 1921, hefur Háskóli íslands einka-
rétt til að gefa út og selja eða afhenda með öðrum hætti almanök og
dagatöl á íslandi. (Sjá nánari greinargerð í almanaki fyrir 1966.)
Hið íslenzka þjóðvinafélag hefur með samningi keypt einkaleyfi þetta
í ár (1968), og nær það til allra almanaka í bókarformi.
(44)