Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 50
verðmæt vísindatæki. Kartöfluuppskera var yfirleitt mjög
rýr. Gulrófur spruttu einnig illa. Berjaspretta var lítil.
Enn fóru allmargar jarðir í eyði, en lokið var við um 30
nýbýli. Víða var unnið að ræktunarframkvæmdum. Um 700
dráttarvélar og 440 sláttuvélar voru fluttar til landsins.
Slátrað var 837 600 fjár (árið áður 772 000). Af því voru
767 200 dilkar (árið áður 718 000). Kjötmagn var 11 845 tonn
(árið áður 11 362). Meðalþungi dilka var 13,59 kg (árið áður
14,28). Fleiri nautgripum var slátrað en á undanfömum árum.
Smjörframleiðsla minnkaði verulega, en ostaframleiðsla jókst.
Komið var upp ostagerðarstöð í Hveragerði. Mikið hesta-
mannamót var haldið á Hólum í júlí og annað á Þingvöllum
um verzlunarmannahelgina. Garnaveiki varð vart í Skaga-
firði vestan Vatna. Skæð hundapest geisaði víða um land um
haustið. Búnaðarþing var haldið í Reykjavík í febrúar og
marz. Aðalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn í
Reykjavík í ágúst. Rúmlega 80 íslenzkir bændur heimsóttu
landbúnaðarsýningu í London í desember. Ný lög voru sett
um framleiðsluráð landbúnaðarins og verðmiðlun og sölu á
landbúnaðarafurðum. Verð á búvöru til bænda hækkaði um
11% frá árinu áður, en flestar verðhækkanir voru greiddar
niður af ríkinu.
Útflutningur á landbúnaðarvörum var sem hér segir í millj.
kr. (í svigum tölur frá árinu 1965):
Saltaðar gærur 101,4 (80,3)
Fryst kindakjöt 48,6 (33,1)
Loðskinn 23,6 (18,5)
Ostur 20,3 (lítið)
Mjólkurduft 17,3 ( 7,2)
UU 10,8 (16,8)
Frystur kindainnmatur 8,8 ( 4,9)
Saltaðar garnir 8,3 ( 5,7)
Skinn og húðir 6,4 ( 5,4)
Kasein 5,4 (14,6)
(48)