Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 55
Heimsóknir.
Flokkur írskra þjóðdansara hélt sýningar í Reykjavík í
jan. Dómnefndin, sem úthlutar bókmenntaverðlaunum Norð-
urlandaráðs, hélt fund í Reykjavík 12. jan. Bandaríska
söngkonan Ella Fitzgerald, hélt tónleika í Reykjavík í febr.
Austurríski píanósnillingurinn, Beethoventúlkarinn Alfred
Brendel, hélt tónleika hér á landi í marz. Jens Otto Krag,
forsætisráðherra Dana, og frú hans, Helle Virkner Krag,
komu til íslands til að vera á „pressuballinu“ 20. marz.
Filippus hertogi af Edinborg, maður Elísabetar Englands-
drottningar, heimsótti Reykjavík 24. marz. Tékkneski píanó-
snillingurinn R. Kvapil hélt tónleika í Reykjavík í marz.
Borgarstjóri og borgarfulltrúar í Grimsby heimsóttu ísland
í apríl. Flaakon Stangerup, prófessor í Kaupmannahöfn, hélt
fyrirlestra hér á landi í apríl. Stjórn alþjóðasambands neyt-
endasamtaka hélt fund í Reykjavík í maí. Nitze, flotamála-
ráðherra Bandaríkjanna, heimsótti ísland í maí. Þýzki píanó-
leikarinn Wilhelm Kempf hélt tónleika í Reykjavík í maí.
Norræn ráðstefna um skólabyggingamál var haldin í Reykja-
vík í maí. Mót norrænna barþjóna var haldið í Reykjavík í
maílok. Rektor háskólans í Leiden í Hollandi, D.J. Kuenen,
hélt fyrirlestra hér á landi í júníbyrjun. Franski látbragðs-
leikarinn Marcel Marceau hélt sýningar í Reykjavík í júní.
Fræg júgóslavnesk söngsveit, slóvensku áttmenningarnir, hélt
tónleika í Reykjavík í júní. Þing norrænna veðurfræðinga var
haldið í Reykjavík í júní. Formenn Norðurlandadeildar
UNESCO (menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna) héldu fund í Reykjavík í júní. Norrænir lögreglukórar
héldu þing í Reykjavík í júní og sungu þá opinberlega. Rúss-
neskir blaðamenn dvöldust hér á landi í júní í boði Blaða-
mannafélags íslands. Rússneski rithöfundurinn V. Tarsis
heimsótti ísland í júní. Norrænir bókasafnafulltrúar héldu
fund í Reykjavík í júní. Alþjóðleg samtök skurðlækna héldu
þing í Reykjavík í júnílok. Snemma í júlí var á Akureyri
(53)