Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 59
Vestur-Skaftafellssýsla .... 1 397
Rangárvallasýsla............. 3 083
Árnessýsla................... 7 840
Fjölmennustu hreppar utan kaupstaðanna voru Selfoss
(2155 íbúar), Garðahreppur (2059), Seltjarnarnes (1878),
Njarðvíkur (1538), Borgarnes (1037), Miðnes (1025), Stykkis-
hólmur (1020) og Patreksíjörður (1014). Fámennustu hrepp-
arnir voru Loðmundarljarðarhreppur, N-Múl., með 11 íbú-
um, Fjallahreppur, N-Þing. (29), Selvogshreppur, Árness. (33),
Ketildalahreppur, V-Barðastr. (38), Múlahr., A-Barðastrand.,
(39), Klofningshreppur, Dalas. (42), Snæfjallahreppur, N-ís.
(45) og Seyðisfjarðarhreppur, N-Múl. (47).
Iðnaður.
íslenzkur iðnaður átti í erfiðleikum vegna aukins fram-
leiðslukostnaðar og innflutnings erlends iðnvarnings. Ákveð-
ið var að reisa alúmínverksmiðju í Straumsvík sunnan
Hafnarfjarðar, og var samið við svissneska félagið Swiss
Aluminium um að reisa verksmiðjuna. Voru samningar
undirritaðir í marz. Stofnað var alúmínfélagið ísal. Unnið
var að framkvæmdum við kísilgúrverksmiðju við Mývatn.
Mörg íbúðarhús voru byggð í Reykjavík. Unnið var að
Iðngörðum í Reykjavík og voru fyrstu iðnaðarhúsin þar
tekin í notkun. Á Akureyri var lokið byggingu stórhýsis
Slippstöðvarinnar. Slippstöðin á Akureyri smíðaði stærsta
skip, sem smíðað hefur verið á íslandi, Sigurbjörgu, 346
lestir. Kjötiðnaðarstöð K.E.A. á Akureyri tók til starfa. Nýr
leðjugeymir var tekinn í notkun við sementsverksmiðjuna á
Akranesi.
Stofnuð voru ýmis ný iðnfyrirtæki og önnur stækkuð, og
gerðar voru tilraunir með ýmsar nýjar framleiðsluaðferðir.
Lithoprent hf. í Reykjavík reyndi ýmsar nýjar aðferðir í
prentunartækni. Hampiðjan í Reykjavík hóf framleiðslu á
(57)