Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 61
landsleikur milli Islendinga og Pólverja í Gdansk og annar í
Reykjavík í febr. Landsleikur milli íslendinga og Dana var
háður í Nyborg í jan. Tékkneska liðið Dukla Praha keppti
við Fimleikafélag Hafnarfjarðar, fyrst í Reykjavík, en síðar
í Praha. Austurþýzkt kvennalið keppti í Reykjavík í febr.,
og íslenzkt kvennalið í Leipzig. Frægt rúmenskt lið keppti í
Reykjavík í marz. Unglingalið íslenzkra pilta og stúlkna
kepptu á Norðurlandameistaramóti í apríl, stúlkurnar í
Vanersborg, en piltarnir í Helsinki. Landsleikur milli ís-
lendinga og Dana var háður í Reykjavík í apríl, og milli
íslendinga og Frakka í sama mánuði. íslendingar töpuðu
þessum leikjum. í maí háðu íslendingar tvo landsleiki við
Bandaríkjamenn í Newark í Bandaríkjunum og unnu þá
leiki með yfirburðum. Danska liðið Aarhus K.F.U.M. keppti
í Reykjavík í okt. Þýzkalandsmeistararnir í handknattleik,
Oppum, frá Krefeld, kepptu hér á landi í nóv.
Knattspyrna. Valur varð ísl.meistari í knattspyrnu. Brezku
liðin Dundee United og Norwich kepptu hér á landi í júní.
Landsleikur milli unglingaliða íslendinga og Dana var háður í
Reykjavík í júlí, og unnu Danir. Úrvalslið knattspyrnufélaga á
Fjóni og fleiri dönsk og þýzk lið kepptu hér á landi í júlí.
Unglingalandslið íslendinga tók þátt í norrænni unglinga-
keppni í Horten í Noregi í júlí. Pólverjar tóku einnig þátt í
þessu móti. Landsleikur milli íslendinga og landsliðs franskra
áhugamanna fór fram í Reykjavík í sept., og unnu Frakkar.
K.R. keppti í október í Frakklandi við franska liðið
Nantes.
Körfuknattleikur. Tveir landsleikir voru háðir í Reykjavík
í janúar milli Islendinga og Pólverja, og unnu Pólverjar báða
leikina. I jan. háðu íslendingar og tvo landsleiki við Skota,
og unnu íslendingar þá leiki báða. íslendingar tóku þátt í
Norðurlandamóti í Kaupmannahöfn í apríl og unnu þar
Dani og Norðmenn, en töpuðu fyrir Svíum. Bandarískt
unglingalið keppti við reykvískt úrvalslið í Reykjavík í júní,