Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 67
Landspróf.
Undir miðskólapróf (landspróf) gengu 918 nemendur
og hlutu 672 framhaldseinkunn. Hæst var Mjöll Snæsdóttir,
Hágaskóla, Reykjavík, með ágætiseinkunn 9,47.
Próf í læknisfræði 1965 (endurtekin vegna línubrengla í
Árbók 1965): Guðmundur J. Guðjónsson, I. 10,70. Guð-
nrundur Guðmundsson, I. 11,00. Guðmundur J. Skúlason,
I. 11,15. Hannes Blöndal, ágætiseinkunn 14,50. Helgi Þórar-
insson, I. 11,35. Ingimar S. Hjálmarsson, I. 10,94.
Endurtekning vegna línubrengla í Árbók 1965:
28. maí 1965 varði Per Jónsson (sonur Péturs Jónssonar
óperusöngvara) doktorsritgerð við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn. Fjallaði hún um efnafræðilegar rannsóknir
á ýmsum svínastofnum. 14. júní 1965 varði Guðmundur
Eggertsson frá Borgarnesi doktorsritgerð við Yaleháskóla í
Bandaríkjunum. Fjallaði hún um stökkbreytingar í gerlinum
Escherichia coli.
Raforkumál.
Hafnar voru miklar framkvæmdir við Búrfellsvirkjun, og
unnu við þær allmargir útlendir sérfræðingar. Áður höfðu
norskir sérfræðingar rannsakað ísmyndanir í Þjórsá með
tilliti til virkjananna.
Rúmlega 200 sveitabæir fengu rafmagn frá rafveitum rík-
isins og um 200 bæir fengu dieselrafstöðvar. Eimtúrbínu-
stöðin við Elliðaár var stækkuð. Lína var lögð frá Kefla-
víkurflugvelli til radíóstöðvar varnarliðsins í Grindavík.
Leitt var rafmagn á allmarga bæi í Flókadal, Hálsasveit,
Hvítársíðu, Þverárhlíð, Norðurárdal og í Borgarhreppi.
Sjálfvirkt stjórnkerfi var tekið upp við dieselrafstöðina í
Stykkishólmi. Rafmagn var leitt á bæi í Hörðudal og Mið-
dölum og að skólanum á Laugum í Sælingsdal, ennfremur
á bæi í Álftafirði í N.-ís. og á bæi í Hrútafirði. Ný diesel-
(65)
5