Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 68
rafstöð var tekin til afnota á Siglufirði. Rafmagn var leitt á
allmarga bæi í Þingeyjarsýslum, einkum í Laxárdal, Keldu-
hverfi, Núpasveit og á Melrakkasléttu. Dieselstöðin í Nes-
kaupstað var stækkuð. Rafmagn var leitt á nokkra bæi í
Fljótsdal. Þá var rafmagn leitt á nokkra bæi í uppsveitum
Árnessýslu, einkum í Biskupstungum. — Raforkumála-
stjórnin hóf byggingu húss í Keldnaholti fyrir vatnsvirkjana-
tilraunir.
Rannsóknir.
Á árinu 1966 störfuðu rannsóknastofnanir í þágu atvinnu-
veganna samkvæmt lögum þeim, sem samþykkt voru árið
áður. Hið nýja rannsóknaráð ríkisins vann meðal annars að
athugun á fjármagni til rannsókna og tilrauna, og skipulagi
jarðvísindarannsókna. Rannsóknaráð lét einnig gera frum-
athugun á sjóefnavinnslu. Haldið var áfram byggingu Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti, en þar er
fyrirhugað rannsóknahverfi.
Rannsóknir í jarðfræði og lífeðlisfræði í Surtsey og nær-
liggjandi eyjum voru enn mjög víðtækar á árinu 1966, eins
og ítarleg skýrsla Surtseyjarfélagsins um rannsóknastarfsemi
þess árs ber með sér.
Yfir sumartímann heimsóttu landið enn fleiri erlendir
vísindamenn en áður. Meðal annars störfuðu amerískir og
þýzkir vísindamenn ásamt íslendingum við nákvæmar fjar-
lægðar- og hallamælingar vegna gliðnunar landsins.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins fékkst við margvísleg
verkefni, svo sem efnagreiningu á jarðvegi til ákvörðunar á
áburðarþörf, efnagreiningu á ýmsum nytjajurtum, rannsóknir
á kali í túnum, kortlagningu á gróðri afréttanna, rannsóknir
í fóðurfræði, erfðafræði búfjár, framleiðslu búfjárafurða,
rannsóknir á heyverkunaraðferðum og prófun ýmissa gerða
af vélum og verkfærum.
Hafrannsóknastofnunin hélt áfram rannsóknum á fisk-
(66)