Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 69
stofnum hér við land, einkum síldar- og þorskstofnum. Rann-
sóknir hafa leitt í ljós, að hér við land eru þrír síldarstofnar,
tveir af íslenzkum uppruna, en einn af norskum. íslenzku
stofnarnir eru vorgotssíldin og sumargotssíldin. Rannsóknir
hafa sýnt, að ofveiði er á íslenzku síldarstofnunum, og ber
þar rannsóknum íslenzkra og erlendra vísindamanna alger-
iega saman. Er í ráði að gera einhverjar friðunarráðstafanir
vegna þessa. Rannsóknir á þorskstofninum benda einnig til
þess, að um ofveiði sé að ræða, og svipað virðist gilda um
sumar tegundir af flatfiski. Ýsustofninn virðist vera betur á
vegi staddur eftir friðun Faxaflóa 1952. Leitað var að nýjum
rækjumiðum, og rannsóknir voru gerðar á kræklingi. Rann-
sóknir á straumum voru gerðar á Grænlandshafi og sums
staðar í nánd við ísland. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
gerði tilraunir með ýmsar nýjar verkunaraðferðir.
Á rannsóknastofnun iðnaðarins var unnið að efnafræði-
legum verkefnum fyrir iðnaðinn. Enn fremur var unnið að
jarðfræðilegum rannsóknarefnum, einkum á Snæfellsnesi,
Tjörnesi og í Ódáðahrauni, auk þjónustuverkefna vegna
jarðgangagerða, vegalagninga og virkjunarfamkvæmda.
Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins hefur með höndum
rannsóknir og eftirlit á sviði bygginga- og vegagerðamála.
Stærsta verkefni stofnunarinnar fjallar um athuganir á bygg-
ingakostnaði, varanleika byggingarefna, malbiksgerð og fyll-
ingarefnum, ásamt margvíslegum prófunum á nýjum bygg-
ingarefnum og byggingarháttum.
Raunvísindastofnun Háskólans tók formlega til starfa á
miðju ári og tók þá m.a. við þeim verkefnum, sem Eðlisfræði-
stofnun Háskólans hafði áður haft með höndum. Á árinu
var einkum starfað að ýmsum greinum jarðeðlisfræði. Mæl-
ingar voru gerðar til að finna magn tvívetnis og geislavirks
þrívetnis í grunnvatni og úrkomu á ýmsum stöðum með það
fyrir augum að kanna aldur og aðstreymisleiðir vatnsins. Ein
helzta niðurstaðan er sú, að heitt vatn, sem kemur upp í