Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 70
strandhéruðum, hafi fallið sem regnvatn inni á hálendinu,
en síðan runnið neðanjarðar og hitnað þar á löngum tíma
(lágmarksaldur 10 ár). Þá voru gerðar tvívetnismælingar á
hveragufum, svo og gasi í Surtsey. Haldið var áfram að fylgj-
ast með magni geislavirkra efna í fæðutegundum fyrir hönd
heilbrigðisstjórnar. Unnið var að mælingum á segulmagni
bergsýnishorna til að afla vitneskju um sögu íslenzkra berg-
laga og segulsviðs jarðar. Gerðar voru jarðskjálftamælingar
með mjög fullkomnum tækjum í Surtsey og víðar. í segul-
mælingastöð stofnunarinnar var fylgzt með breytingum á jarð-
segulsviðinu og jónun í háloftunum með segulmælum og
ríómælum. Haldið var áfram norðurljósaathugunum. Unnið
var að smíði segulmælingatækis af nýrri gerð.
Á Rannsóknarstofu Háskólans í Reykjavík var m.a. unnið
að rannsóknum á magakrabba, lungnakrabba og skjald-
kirtilssjúkdómum. í tilraunastöð Háskólans í meinafræði á
Keldum var unnið að sýkla- og veirurannsóknum, einkum
með tilliti til búfjársjúkdóma.
Þeir aðilar, sem hafa rannsóknir með höndum, eru vin-
samlega beðnir að senda árbókinni upplýsingar um störf sín.
Samgöngur og ferðalög.
Alls komu 34 733 útlendingar til íslands (árið áður 28 879),
en 23 147 íslendingar ferðuðust til útlanda (árið áður 18 679).
Af útlendingum komu 30 573 með flugvélum og 4 160 með
skipum, en af íslendingunum fóru 19 129 með flugvélum og
4 018 með skipum. Af útlendingum voru Bandaríkjamenn
fjölmennastir (11 756), en því næst Danir (5 856), Þjóðverjar
(4 580), Bretar (3 718), Svíar (1 891) og Norðmenn (1 627).
Stærsta hópferð íslendinga var sú, er 420 manns fóru með
rússneska skemmtiferðaskipinu Baltika i sept. og okt. til
Miðjarðarhafs- og Svartahafslanda.
Nokkrar nýjar flugvélar voru keyptar til landsins. Ný
flugvél Loftleiða, Bjarni Herjólfsson, smíðuð í Kanada, kom
(68)