Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 72
togari á Höfðabrekkufjöru, en áhöfninni, 18 manns, var
bjargað. 19. febr. strandaði Jökulfell við Hornafjarðarós og
skemmdist nokkuð. 7. marz fórst vélskipið Eyjaberg á Faxa-
skeri við Vestmannaeyjar, en mannbjörg varð. 23. apríl
strandaði Lagarfoss við Svíþjóð, en náðist út. 3. júní brann
og sökk vélbáturinn Jónas Jónsson á Reyðarfirði, en áhöfnin
bjargaðist. 11. ágúst brann og sökk vélbáturinn Fram frá
Akranesi í nánd við Eldey, en mannbjörg varð. 6. sept.
strandaði norskt skip í Sandvík norðan Gerpis, en mann-
björg varð. í okt. strandaði Herðubreið við Austurland og
skemmdist talsvert. 25. nóv. sökk vélbáturinn Sæúlfur frá
Tálknafirði, en mannbjörg varð. 28. nóv. sökk vélbáturinn
Hrönn II. frá Ólafsvík á Breiðafirði, en áhöfnin bjargaðist.
22. des. strandaði brezkur togari við Arnarnes við Djúp, en
áhöfninni, 18 manns, var bjargað. 22. des. fórst vélbáturinn
Svanur frá Reykjavík (gerður út frá Hnífsdal) við Vestfirði
og með honum sex manns.
18. jan. fórst flugvél við Austurland og með henni tveir
menn. 20. maí eyðilagðist áburðardreifingarflugvél á Rang-
árvöllum, en flugmaðurinn bjarg-
aðist. 15. sept. fórst bandarísk
þota á Keflavíkurflugvelli og
með henni einn maður.
Ráðstefna um umferðaröryggi
var haldin í Reykjavík í jan.
Stofnuð voru landssamtök til að
vinna að öruggum akstri, og
voru slík félög stofnuð víða um
land.
Stjórnmál.
Engar breytingar voru gerðar
Bjarni Benediktsson á ríkisstjórn íslands á árinu.
forsœtisráóherra Sett voru á Alþingi mörg lög,
(70)