Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Síða 74
einkum um efnahagsmál, t.d. um stofnun Hagráðs. Hagsýslu-
stofnun var sett á stofn innan fjármálaráðuneytisins, og var
Jón Sigurðsson skipaður hagsýslustjóri. Skipuð var nefnd til
að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög. 22. maí fóru
fram bæja- og sveitastjórnarkosningar. Fulltrúum í bæjar-
stjórn Keflavíkur var fjölgað úr 7 í 9.
Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, fór í opinbera
heimsókn til ísraels í marz, og var Emil Jónsson utanríkis-
ráðherra í för með honum. Forsetinn ávarpaði ísraelsþing
(Knesset), og var það í fyrsta skipti, sem erlendur þjóðhöfð-
ingi ávarpaði þingið. Birgir Finnsson, forseti Sameinaðs Al-
þingis, sótti hátíðahöld, sem haldin voru í Jerúsalem í ágúst í
tilefni af vígslu nýs þinghúss, og flutti þar aðalræðuna. Dr.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og frú hans fóru í
opinbera heimsókn til Svíþjóðar í október.
Útvegur.
Heildaraflinn var 1 238 400 tonn (árið áður 1 199 000).
Freðfiskur var 153 400 tonn (árið áður 185 400), saltfiskur
82 600 tonn (árið áður 88 800), skreið 54 000 tonn (árið áður
54 400), ísfiskur 26 100 tonn (árið áður 35 400), niðursoðinn
fiskur 363 tonn (árið áður 994). Þorskaflinn var 231 400 tonn
(árið áður 244 000), ýsuaflinn 36 000 tonn (árið áður 53 700),
ufsaaflinn 21 000 tonn (árið áður 24 900), karfaaflinn 23 100
tonn (árið áður 29 900), steinbítsaflinn 8 000 tonn (árið áður
7 600), skarkolaaflinn 7 400 tonn (árið áður 7 300), loðnu-
aflinn 124 900 tonn (árið áður 49 700). Síldaraflinn var
769 200 tonn (árið áður 762 700). Síldin veiddist einkum
undan Austurlandi, en um sumarið voru síldveiðar um skeið
stundaðar við Jan Mayen. Gerðar voru tilraunir með ýmsar
nýjar gerðir veiðarfæra á síldveiðum. Byggt var yfir þilfar vél-
skipsins Reykjaborgar, og var það fyrsta íslenzka síldveiði-
skipið með yfirbyggðu þilfari. Með reglugerð í febrúar var
bönnuð veiði smásíldar.
(72)