Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Qupperneq 75
Fimm togarar voru seldir til Noregs og Bretlands. Skráðir
togarar voru 32 í árslok.
437 hvalir veiddust á árinu (árið áður 432). Af þeim voru
310 langreyðar, 86 búrhveli og 41 sandreyður. Laxveiði var
sæmileg víðast sunnanlands, en fremur rýr fyrir norðan.
Ýmsar framkvæmdir voru við laxeldisstöðina í Kollafírði.
Humaraflinn var 3 500 tonn (árið áður 3 700) og rækjuaflinn
1 800 tonn (árið áður 900). Sigmundur J. Jóhannsson frá
Vestmannaeyjum fann upp nýja humarflokkunarvél. Sett voru
lög um Fiskveiðasjóð, er tekur við af hinum eldri sjóðum
sjávarútvegsins. Útflutningur á sjávarafurðum var sem hér
segir í millj. kr. (í svigum eru tölur frá 1965):
Síldarmjöl.................... 1116,6 (943,4)
Fryst fiskflök............... 1059,5(1148,8)
Síldarlýsi..................... 882,1 (677,6)
Óverkaður saltfiskur........... 467,0 (439,9)
Sérverkuð saltsíld............. 425,1 (360,9)
Skreið......................... 309,9 (375,9)
Rækjur og humar................ 179,6 (129,8)
Frystsíld...................... 169,5 (164,0)
Venjuleg saltsíld.............. 156,7 (130,2)
ísfiskur....................... 150,1 (187,9)
Heilfrystur fiskur............. 148,0 ( 96,6)
Fiskmjöl....................... 129,7 (133,4)
Niðursoðinn fiskur.............. 45,1 ( 32,6)
Söltuð matarhrogn............... 44,8 ( 33,5)
Þurrkaður saltfiskur............ 36,4 (51,9)
Saltfiskflök.................... 34,6 ( 33,2)
Ókaldhreinsað þorskalýsi.... 31,9 (38,0)
Fryst hrogn..................... 30,1 ( 34,6)
Fiskúrgangur til fóðurs...... 29,3 ( 34,0)
Söltuð grásleppuhrogn........ 24,6 ( 45,8)
Fryst hvalkjöt.................. 18,4 (23,9)
Kaldhreinsað þorskalýsi...... 16,8 (27,2)
(73)