Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 76
Karfamjöl 16,4 ( 24,2)
Iðnaðarlýsi .... 10,1 ( 3,1)
Söltuð beituhrogn 9,8 ( 14,6)
Þunnildi 8,8 ( 20,1)
ísvarin síld 8,5 ( 8,0)
Hvalmjöl 5,4 ( 8,6)
Karfalýsi 4,1 (mjög lítið)
Lifrarmjöl 3,2 ( 4,3)
Verklegar framkvæmdir.
Brýr. Allmargar ár voru brúaðar á árinu. Meðal þeírra
voru Tunguá í Lundarreykjadal, Þverá í Mýrasýslu, Flatnaá
í Hnappadalssýslu, Laugaá í Hörðudal, Hundadalsá í Mið-
dölum, Suðurfossá á Rauðasandi, Hólsá í Bolungarvík,
Kirkjubólsá í Skutulsfírði, Hafnaá á Skaga, Vesturá í Vopna-
firði, Rangá í Hróarstungu, Fögruhlíðará á Úthéraði, Grjótá
í Eskifirði, Holtsá undir Eyjafjöllum, Kálfá í Gnúpverja-
hreppi, Almenningsá og Tungufljót í Biskupstungum. Hafin
var bygging mikillar brúar á Jökulsá á Breiðamerkursandi,
en henni var ekki lokið.
Hafnir og vitar. Framkvæmdir voru hafnar við hina nýju
Sundahöfn í Reykjavík. Mjög víða um landið var unnið að
hafnarframkvæmdum, t.d. í Njarðvíkum, Hvalfirði, á Rifi,
Ólafsvík, Bíldudal, Þingeyri, Siglufirði, Húsavík, Neskaup-
stað, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Nýr viti var tekinn í
notkun á Brík við Ólafsíjörð. Nokkrir radíóvitar voru settir
upp.
Sími. Unnið var að því að efla sjálfvirka símkerfið. Sjálf-
virkar símstöðvar voru teknar í notkun í Þorlákshöfn, Hvera-
gerði, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þykkvabæ, Hellu,
Hvolsvelli, Vík í Mýrdal og í Hvalfirði.
Sjónvarp. íslenzkt sjónvarp tók til starfa 30. sept. Nokkrar
endurvarpsstöðvar fyrir sjónvarp voru reistar á Suðvestur-
landi.
(74)