Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 80
í austur- og suðurhverfunum, en unnið var að áætlun um ný
íbúðahverfi í vesturbænum. Allmörg iðnaðarhús voru byggð
í Hafnarfirði. CJnnið var að iðnskólahúsi og íþróttahúsi þar.
Mikil vöruskemma var byggð í Hafnarfirði. Hafnar voru
framkvæmdir í sambandi við byggingu alúmínverksmiðju í
Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar. Unnið var að dráttar-
braut í Ytri-Njarðvík. Allmörg ibúðarhús voru byggð í
Keflavík, og unnið var að stækkun skólahúsanna þar og
byggingu barnaheimilis. Ný slökkvistöð var í byggð í Kefla-
vík, og mikið var unnið þar að gatnagerð. Miklar umbætur
voru gerðar á flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. í Sandgerði
voru byggð allmörg íbúðarhús, og unnið var að byggingu
áhaldahúss, íþróttahúss og leikvallar. Þrjú fiskverkunarhús
voru byggð í Sandgerði. Nokkur íbúðarhús voru byggð í
Járngerðarstaðahverfi í Grindavík.
Árnessýsla. Síldarverksmiðja og allmörg íbúðarhús voru
byggð í Þorlákshöfn. Miklar framkvæmdir voru í Hvera-
gerði. Mörg íbúðarhús voru byggð þar, og unnið var að húsi
Garðyrkjuskóla ríkisins, póst- og símahúsi, ostagerðarstöð
og stækkun elliheimilisins. Trésmiðja var byggð í Hvera-
gerði. Miklar umbætur voru gerðar á skíðaskálanum í Hvera-
dölum. Nýtt félagsheimili, Borg, var tekið til afnota í Gríms-
nesi 19. febr. Umbætur voru gerðar á barnahælinu á Sól-
heimum í Grímsnesi. Miklar framkvæmdir voru í skóla-
hverfinu á Laugarvatni. Þar var unnið að byggingu fyrir
Menntaskólann og íþróttakennaraskólann og að smíð hús-
mæðraskólahúss. Sumarbúðir þjóðkirkjunnar í Skálholti voru
vígðar 25. júní. Umbætur voru gerðar á Ólafsvallakirkju á
Skeiðum. Unnið var að smíði skólahúss í Hrunamanna-
hreppi. Miklar framkvæmdir voru í sambandi við Búrfells-
virkjun. Mörg íbúðarhús voru byggð á Selfossi, og mikið var
unnið þar að gatnagerð. Þar var unnið að byggingu sjúkra-
húss, gagnfræðaskólahúss og póst- og símahúss. Vatnsveita
var gerð á Stokkseyri.
(78)