Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 82
Þingeyjarsýslur. Mjólkurstöð tók til starfa á Þórshöfn svo
og ný síldarverksmiðja. Unnið var að byggingu félagsheimilis
og síldarverksmiðju á Raufarhöfn. Flugvöllur var gerður á
Raufarhöfn. Á Húsavík var unnið að félagsheimili, sjúkra-
húsi og kaupfélagshúsi. Nokkur hluti bæjarhúss Húsavíkur
var tekinn í notkun. Hið nýja hús Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur var að nokkru Ieyti tekið í notkun. Hafinn var undir-
búningur að byggingu gagnfræðaskólahúss á Húsavík. Borað
var eftir heitu vatni við Húsavík. Miklar framkvæmdir voru
í sambandi við kísilgúrverksmiðjuna við Mývatn. Unnið var
að stækkun gistihússins í Reynihlíð í Mývatnssveit. Hafínn var
undirbúningur að byggingu orlofsheimilis verkalýðsfélag-
anna á Norðurlandi á Illugastöðum í Fnjóskadal.
Eyjafjarðarsýsla. Margvíslegar framkvæmdir voru á Akur-
eyri. Mörg íbúðarhús voru byggð þar. Unnið var þar að
iðnskólabyggingu, byggingu við Menntaskólann og fleiri
skólahúsum. Unnið var að lögreglustöð, skrifstofuhúsi bæj-
arins, bókhlöðu og rafveituhúsi. Ennfremur var unnið að
mjólkurstöð, birgðastöð S.Í.S. og mörgum iðnaðar- og
verzlunarhúsum, t.d. skinnaverksmiðjunni Iðunni og niður-
suðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. Hafin var bygging
dráttarbrautar á Akureyri, og annast hana pólskt fyrirtæki.
Unnið var að stækkun Hótels Varðborgar. Unnið var að
flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli. — Unnið var að
skólabyggingu á Laugalandi á Þelamörk. Á Dalvík var unnið
að byggingu íþróttahúss, skátaheimilis og prestsbústaðar.
Unnið var að byggingu síldarverksmiðju á Dalvík og vatns-
veita var gerð þar. Unnið var að byggingu heimavistarskóla í
Svarfaðardal. Unnið var að vatnsveitu á Ólafsfirði. Skip-
brotsmannaskýli var reist í Héðinsfirði. Hið nýja sjúkrahús
á Siglufirði var tekið í notkun, svo og nýtt póst- og símahús.
Á Siglufirði var einnig unnið að byggingu bókhlöðuhú ;s,
sundhallar, gagnfræðaskólahúss og að endurbyggingu barna-
skólahússins. Unnið var að stækkun niðurlagningarverk-
(80)