Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 92
Geimannáll
eftir
Hjálmar Sveinsson
Stórstígustu framfarirnar í geimrannsóknum árið 1966
voru á sviði mannaðs geimflugs og tunglkönnunar. í lok árs-
ins var orðið ljóst,að tæknilegar hindranir í vegi mannaðra
tunglferða væru að mestu yfirstignar og framkvæmdin raunar
aðeins tímaspurning. Eftir Gemini geimferðirnar og lendingu
Surveyor 1 á tunglinu, eru nú sterkar líkur á því, að fyrstu
Bandaríkjamennirnir muni stíga fótum sínum á tunglið árið
1969. Talið er, að hið sorglega slys á Kennedyhöfða, er þrír
geimfarar fórust við æfingu, muni ekki valda verulegri
seinkun á þessari áætlun (Apollo áætluninni). Enda þótt
Sovétríkin hafi ekki skotið upp mönnuðu geimskipi á árinu,
er talið, að gerðar hafi verið tilraunir með nýjar burðar-
flaugar og ómönnuð geimskip í undirbúningsskyni. Þykir
líklegt, að mönnuð sovézk geimflug heíjist á ný á árinu 1967.
Sovétmönnum varð vel ágengt í tunglrannsóknum á árinu
engu síður en Bandaríkjamönnum, og virðist sem Sovét-
ríkin stefni einnig að lendingu manna á tunglinu innan tíðar.
Sífellt verður ljósara, að í augum almennings í heiminum
eru geimferðir og geimrannsóknir nú álitnar sjálfsagðir hlutir,
og jafnvel stórkostlegustu afrekum á þessu sviði er nú fremur
lítill gaumur gefinn. Stöðugt er haldið áfram vísindalegum,
tæknilegum og hernaðarlegum tilraunum með notkun eld-
flauga, gervitungla og geimflauga. Var samtals 135 gervi-
tunglum skotið á braut 1966. Þar af var 91 bandarískt, 43
sovézk og 1 franskt (sjá meðfylgjandi töflu). Japanir gerðu
(90)