Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 110
Reiknivélar
eftir
Magnús Magnússon prófessor
Mannkynið hefur frá alda öðli haft þörf fyrir og fundið
aðferðir til að létta sér útreikninga. Meðal fyrstu ritaðra skjala
er að fínna reikninga, sem skrifaðir voru í Súmer í Mesó-
pótamíu fyrir um fimm þúsund árum. Hins vegar eru aðeins
tveir áratugir síðan fyrsta rafeindatölvan var tekin í notkun.
Tímabil tölvanna nær því yfír örlítið brot af þeim tíma, sem
maðurinn hefur haft þörf fyrir reiknitæki.
Fyrsta reiknitæki mannsins er vafalaust fíngurnir, og lík-
lega er það enn í dag það algengasta. Næsta tæki, sem menn
tóku að nota við útreikninga, var abakus, eða talnagrind.
Abakusinn er ævaforn, og er talið, að hann sé fundinn upp í
Indlandi og þaðan hafi hann breiðzt út bæði til vesturs og til
austurs, til Kína og Japan, þar sem hann er notaður enn í dag.
Ymsir eru þó þeirrar skoðunar, að hann sé fundinn upp á
fleiri stöðum. í Evrópu var hann notaður fram á 17. öld, en
þá tóku önnur reiknitæki að ryðja sér þar til rúms. Heró-
dótos getur um notkun abakuss í Englandi og Grikklandi á
5. öld fyrir Krist. Þegar Spánverjar komu fyrst til Ameríku,
var abakus algengur meðal Aztekanna í Mexíkó og Ink-
anna í Perú. í frumstæðustu mynd er abakusinn þannig,
að steinvölum er raðað í raufir, sem gerðar eru í sand. Fyrsta
raufin er fyrir einingar, önnur fyrir tugi, þriðja fyrir hundruð
o.s.frv. Einingafjöldinn, tuga- eða hundraðafjöldinn er tákn-
aður með tilsvarandi Qölda af steinvölum í viðkomandi rauf.
Samlagningin er þannig framkvæmd, að bætt er við viðeig-
(108)