Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 111
andi fjölda steina í hverja rauf og svo fært yfir, þegar völ-
urnar eru orðnar tíu, ef miðað er við tugakerfið. Síðar var
abakusinn endurbættur þannig, að kúlur voru settar á teina í
staðinn fyrir steinvölur í raufir og
teinarnir festir á grind. í Japan, þar
sem abakusinn er enn mjög algeng-
ur, hafa verið gerðar endurbætur á
honum fram á síðustu áratugi, og
var síðasta endurbótin gerð árið
1930. í Austurlöndum er tekið fram
í auglýsingum eftir skrifstofufólki,
að góð kunnátta í notkun abakuss
sé nauðsynleg, líkt og hér á landi er
auglýst eftir skrifstofustúlku, sem
hafi góða vélritunarkunnáttu. Jap-
anski abakusinn í höndum æfðs
manns er öflugt reiknitæki. Sem
dæmi má geta þess, að árið 1946
var samképpni í Japan milli slyng-
asta reiknimanns í bandaríska hern-
um, og Matsuzaki nokkurs, starfs-
manns póstmálastjórnar Japans.
Bandaríkjamaðurinn notaði raf-
magnsreiknivél sams konar og al-
gengar eru á skrifstofum, en Japan-
inn notaði abakus. í keppninni voru
fimm mismunandi útreikningar, sem
fólu í sér samlagningu og frádrátt,
margföldun og deilingu. Japaninn
sigraði í fjórum af fimm, en dæmt var bæði eftir hraða og
nákvæmni.
Á 17. öld urðu miklar framfarir í reiknitækni. Tölulyklar
(logarithmar) voru fundnir upp snemma á öldinni. Þeir hafa
þann mikla kost, að samlagning og frádráttur koma í stað
(109)
Japanskur abakus.