Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Síða 117
I
að geymslan í tölvu Háskóla íslands getur geymt 40 000
tölustafi. Til að geyma hvern tölustaf átti að nota hjól, sem
gat haft tíu stöður og þannig táknað tölustafina frá 0 og upp
í 9. Til að flytja tölur í geymsluna eða úr henni og milli staða
í geymslunni átti að nota tannhjól og stengur, svo að auð-
skilið er, að smíðin gekk erfiðlega.
í öðru lagi þarf reiknieiningu eða „verksmiðju", eins og
Babbage kallaði það, þar sem einstakir útreikningar eru
framkvæmdir. Samlagning er t.d. framkvæmd þannig, að
teknar eru tvær tölur úr geymslunni og lagðar saman í reikni-
einingunni og útkoman svo flutt í geymsluna.
í þriðja lagi þarf að hafa stjórneiningu, sem stjórnar því
hvaða reikniaðferðir (samlagning, margföldun o.s.frv.) eru
notaðar og á hvaða tölur i talnageymslunni þeim er beitt.
Til að stjórna reikningunum hugðist Babbage nota nýja upp-
finningu, sem gerð hafði verið í vefnaðariðnaðinum. Það voru
gataspjöld, sem notuð voru til að stjórna vefstólnum, svo að
hægt var að skipuleggja vefnaðinn fyrirfram og framkvæma
hann síðan á sjálfvirkan hátt. A sama hátt hugðist Babbage
stjórna reiknivélinni með því að gata fyrirskipanir á spjöld,
raða þeim upp og setja í gegnum vélina. í umfangsmiklu
reikniverkefni eru vissir útreikningar oft gerðir upp aftur og
aftur, og Babbage gerði stjórneininguna þannig, að hún gat
flutt kortin til baka, svo að hægt var að nota sömu kortin
aftur og aftur við þessa endurteknu útreikninga.
í fjórða lagi þarf svo lestœki til að lesa tölur inn í geymsl-
una og í fimmta lagi skriftceki til að skrifa tölur út úr geymsl-
unni. Til innlestrar notaði Babbage gataspjöld, en til út-
skriftar ýmist gataspjöld eða eins konar rit- eða preiitvél.
Allar þessar einingar: geymslu, reiknieiningu, stjórneiningu,
j innlestrar- og útskriftareiningar, er að finna í nútíma tölv-
um. Eins og áður er sagt, var þessi vél Babbages aldrei full-
gerð, en hlutar af henni, sumir gerðir eftir daga Babbages,
eru til í Vísindasafninu í London (sjá mynd).
(115)