Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 120
leikum þessara sjálfvirku reiknivéla, eins og margur nútíma
leikmaður gerir. Hún segir á einum stað: „Reiknivélin getur
ekki átt frumkvæði að neinu. Hún getur gert allt það, sem við
erum fær um að skipa henni að gera.“
Babbage var svo langt á undan sínum tíma, að hundrað ár
liðu, áður en fyrsta sjálfvirka reiknivélin var smíðuð í Banda-
ríkjunum. Næsta skref í þróun reiknivéla var stigið um 20
árum eftir dauða Babbages, um 1890. Þá fann Hermann
Hollerith, sem vann við manntalið í Bandaríkjunum, upp
reiknivélar, sem notuðu gataspjöld. Hollerith smíðaði þessar
vélar til að framkvæma talningu og flokkun við úrvinnslu
manntalsskýrslna og notaði til þess sams konar gataspjöld
og margir þekkja nú, m.a. frá símareikningum. Vélar þessar
voru svo endurbættar og notaðar við ýmiss konar verkefni:
bókhald, einfalda útreikninga, skriftir á reikningum o.s.frv.
Sum af innlestrartækjum nútíma reiknivéla, þau sem lesa inn
gataspjöld, eru tekin beint frá þessum vélum. Mikil fram-
þróun varð í notkun þessara véla á tímabilinu milli heims-
styrjaldanna, og var þá jafnvel farið að nota þær við mjög
umfangsmikla, vísindalega útreikninga. T.d. var staða tungls-
ins á hádegi og miðnætti reiknuð út fyrir alla daga frá árinu
1935 til ársins 2000. Til þess þurfti að nota hálfa milljón gata-
spjalda, svo að ekki var um neina smáútreikninga að ræða.
Arið 1937 fékk Howard Aiken við Harvard háskólann þá
hugmynd að nota þá tækni, sem þróazt hafði í notkun gata-
spjaldavéla, til að smíða sjálfvirka reiknivél. Hann sneri sér
til International Business Machines Corporation eða IBM,
sem var stærsti framleiðandi gataspjaldavéla. Árangurinn var
sá, að árið 1944 var fullgerð fyrsta tölvan, hundrað og tólf
árum eftir að Babbage hafði fengið sína fyrstu hugmynd. Vél
þessi var að mörgu leyti lík vél Babbages, þó að Aiken væri
ekki kunnugt um hugmyndir hans, Hjól, sem gátu haft tíu
stöður, voru notuð til að tákna tölur. 24 hjól, sem svöruðu
til 23-stafa tölu með formerki (sem táknað var með einu
(118)