Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 122
Fyrsta rafeindatölvan (ENIAC) var smíðuð við rafmagns-
verkfræðideild háskólans í Pennsylvaníu á árunum 1943 til
1964 undir stjórn J. P. Eckert og J. W. Mauchly. Banda-
ríkjaher stóð að smíðinni, enda var tölvan fyrst og fremst
gerð til að reikna út brautir fallbyssukúlna og sprengna. Það,
sem einkenndi þessa tölvu, var, að rafrásir, eins og eru í út-
vörpum eða sjónvörpum,voru notaðar til að geyma tölur í
tölvunni og stjórna og framkvæma reikninga með þeim. I
fyrstu tölvunni í Harvard var þetta að verulegu leyti gert á
vélrænan hátt með hjólum, sem snerust við reikniaðgerðirnar.
í ENIAC var enginn hreyfanlegur hlutur, nema í þeim tækj-
um, sem notuð voru til innlestrar og útskriftar. I henni voru
18 þúsund lampar af sömu gerð og útvarpslampar, og eitt
aðalvandamálið var að fá þá nógu endingargóða. Þrátt fyrir
ítrustu varkárni mátti samt ekki búast við að ENIAC gæti
reiknað í meira en eina klukkustund án þess að bila. Tölvan
var fyrirferðarmikil, enda taka 18 þúsund lampar töluvert
pláss, en samt var talnageymslan mjög lítil, tók aðeins 20 10-
stafa tölur.
Þrátt fyrir mikla fyrirferð og skort á rekstraröryggi var
smíði ENIAC stórt spor fram á við, því að hún reiknaði um
þúsund sinnum hraðar en aðrar reiknivélar á þeim tíma.
Þannig gat hún framkvæmt þrjú hundruð margfaldanir á
10-stafa tölum á hverri sekúndu. í þessari hraðaaukningu
fólst bylting í reiknitækni. Ef útreikningar taka eitt ár, eru
þeir framkvæmdir, en ef þeir tækju eitt hundrað ár, verða
þeir það ekki. Byltingin fólst í því, að nú var hægt að fram-
kvæma á nokkrum mánuðum útreikninga, sem áður hefðu
tekið hundrað ár.
Það, sem einkum gerði ENIAC frábrugðna nútímatölv-
um, var, hvernig útreikningarnir voru skipulagðir. Þetta varð
að gera með höndunum með því að stilla rofa og gera margs
konar rafleiðslutengingar. Skipulagning hvers verkefnis var
því mjög tímafrek. En þegar henni var lokið, vann vélin
(120)