Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 125
sínu einföld, en tímafrek, svo sem útreikninga og úrvinnslu
ýmissa gagna og upplýsinga. Margt af því, sem einkennir
okkar tíma, svo sem geimferðir, væri algerlega óframkvæman-
legt án tölva.
Áður en við athugum, hvernig tölvur eru notaðar, er rétt
að víkja lítið eitt að einum aðalhluta þeirra, geymslunni. í
reiknivél Babbages og reiknivél Aikens við Harvard voru hjól
notuð til að tákna tölustafi í geymslunni. Þessi hjól gátu haft
tíu stöður, og gat þá hvert hjól táknað tölustafínn 0 og upp
í 9 eftir því, í hvaða stöðu það var. Þessar reiknivélar notuðu
því tíu sem stofntölu, en nútíma tölvur nota töluna tvo.
í því talnakerfi þarf aðeins tvö tákn, 0 og 1, hliðstætt því,
að í tugakerfmu þarf tíu tölustafi, 0 og upp í 9. í tugakerfinu
eru tíu táknaðir með 10, ellefu með 11, en í tvíundarkerfinu
eru tveir táknaðir með 10 og þrír með 11. Til að tákna tölu
í tvíundarkerfinu þarf því aðeins eitthvað, sem getur haft
tvær stöður eða verið í tvenns konar ástandi. Algengast er
nú að nota segulkjarna eða litla segla, sem geta verið segul-
magnaðir í eina átt eða aðra. Seglar þessir eru hringlaga,
og segulhringurinn getur t.d. táknað 0, ef hann er segul-
magnaður réttsælis, en 1, ef hann er segulmagnaður rangsælis.
Segulhringirnir eru mjög smáir, þvermál þeirra aðeins 1 til
2 mm, og er hægt að koma fyrir 10 þúsund af þeim á ramma,
sem er um 25 cm á hvorn veg. Tvíundarkerfið er því mjög
hentugt til að geyma tölur, en það hefur Hka annan kost.
sem er sá, að bæði margföldunar- og samlagningartaflan eru
mjög einfaldar í þessu kerfi. Samlagningartaflan er þannig:
0 + 0 = 0, 0+1 = 1, 1+0=1, 1 + 1 = 10 (tveir í tvíundar-
kerfi). Margföldunartaflan er enn einfaldari, því að 0 x 0
0,0x 1=0, 1 x0 = 0ogl x 1 = 1.
Til að útskýra hvernig tölvur eru notaðar er bezt að taka
einfalt dæmi, útreikning á vikulaunum 100 manna, sem vinna
ýmist í dagvinnu, eftirvinnu eða næturvinnu. Útreikningarnir
verða eins að forminu til fyrir alla mennina, en fjöldi vinnu-
(123)