Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 127
í geymslu 70 stendur þá tala, sem sýnir heildarvikulaun
þeirra allra, og hægt er að skrifa hana út. Til að finna hve-
nær útreikningunum er lokið fyrir alla hundrað mennina,
setjum við í upphafi töluna 100 inn í geymsluhólf nr. 90 t.d.,
og drögum 1 frá þeirri tölu, þegar við höfum lokið við að
reikna út vikulaun hvers manns. Þegar við höfum bætt viku-
laununum við hólf 70, þá athugum við, hvort talan í geymslu-
hólfi 90 er komin niður í núll. Ef svo er, er útreikningunum
lokið, og er aðeins eftir-að skrifa út heildarvikulaunin.
En hvernig má nú skrifa þessar fyrirskipanir fyrir tölvuna ?
Við skulum athuga eitt einstakt atriði, margföldun dagvinnu-
kaupsins með fjölda dagvinnustunda. Talan, sem sýnir dag-
vinnukaupið, er geymd í geymsluhólfi 50, og íjöldi dagvinnu-
tíma í geymsluhólfi 60. Ef M er notað til að tákna marg-
földun, má skrifa skipunina M 50 60 en það þýðir: marg-
falda skal töluna, sem er í geymsluhólfi 50, með tölunni, sem
er í geymsluhólfi 60, og leggja útkomuna við geyminn. En
við getum alveg eins táknað margföldun með tölustaf, t.d.
með tölunni 3. Þá væri skipunin: 3 50 60 eða 35060. Aðrar
reikniaðgerðir. svo sem samlagningu, frádrátt og deilingu,
má einnig tákna með tölum. Sömuleiðis má tákna innlestur
með tölu og einnig útskrift. Fyrirskipanirnar má því allar
skrifa með tölum. Þá má lesa þær inn í geymsluna eins og
hverjar aðrar tölur, en þar er einmitt komin hugmynd Von
Neumanns, að geyma fyrirskipanirnar í sjálfri geymslunni í
talnaformi.
Til að þýða þessar fyrirskipanir þarf sérstaka stjórnein-
ingu. Hún athugar fyrsta tölustafinn í skipuninni, og ef hann
reynist vera 3, táknar það, að um margföldun er að ræða.
En hvað á þá að margfalda saman ? Það gefa næstu tvö talna-
pör til kynna. 3 50 60 táknar, að margfalda á töluna í geymslu-
hólfi 50 með tölunni í geymsluhólfi 60 og leggja útkomuna
við töluna í geyminum. Stjórneiningin gefur þá skipun til
reiknieiningarinnar að framkvæma þessa útreikninga. Síðan
(125)